Kirkjuritið - 01.06.1963, Page 29

Kirkjuritið - 01.06.1963, Page 29
Kristian Schjelderup: Leiðin, sem ég hlaut að halda Svo nefnist bók eftir Kristian Schjelderup, biskup í Hamri í Noregi, er Forlag H. Aschehougs gaf út árið sem leiS. Er betta fögur bók að efni og frágangi. Biskupinn lýsir andlegri sögu æfi sinnar með beim hætti, að' ekki gleymist, og vekur jafnframt til djúprar íhugunar. Einlægni hans er frábær og sannleiksást, svo að lestur bók- ar hans verður hollur hverjum þeim, er vel les. Vil ég því beina athygli manna að henni í Kirkjuritinu með því að birta þar kafla, sem ber sama heiti og bókin og er kjarni hennar. — Á. G. „Og hann sagSi við mig: Náð mín nœg- ir þér, því a& mátturinn fullkomnast í veikleika“. — 2. Kor. 12. 9. Ymsir telja það svo auðvelt að vera kristnir, ef menn aðeins vilji það sjalfir. Svo liefur mér aldrei virzt sjálfum. Þvert á íuóti hefur mér þótt það mjög erfitt. Og þannig á það einnig að vera. Jesús sagði sjálfur, að vegurinn væri mjór og hlið- ið þröngt. Enn veit ég ekki, livort ég má dirfast í raun og veru að telja mig kristinn að skoðun Jesú. Ég veit aðeins, að mig langar til að vera það. ... Gatan sjálf er glögg, ef við einungis komum auga á liana. En það eru margar hliðargötur, sem auðveldlega geta orðið fefilstigir, margar villigötur, er leitað er að sönnum kristin- dómi. •k Sjálfur liugði ég lengi, að fyrst þyrfti með hjálp hugsun- arinnar að leiða skýrt í ljós öll liugræn vandamál kristin- dónisins, grandskoða kristindóminn vísindalega og losa liann við allt, er ekki stæðist dóm gagnrýninnar. Ég hugði, að þeg- ar ég fyrst fengi skilið kristindóminn, mundi heiniur hans °pnast mér og verða minn heimur. En þar kom að lokum dag einn, að runnu upp fyrir mér °rð Páls postula: „Enginn dragi sjálfan sig á tálar. Ef nokk- Ur Eyggst vera vitur yðar á meðal í þessum heimi, liann verði

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.