Kirkjuritið - 01.04.1977, Page 11

Kirkjuritið - 01.04.1977, Page 11
indi telur hann annars helzt frá Noregi, að opinber nefnd hefur fjallað um af- stöðu milli ríkis og kirkju að undan- förnu. Meiri hluti þeirrar nefndar mæ!- *r með því, að þjóðkirkjan fái fulla sjálfstjórn. Þá olli ný löggjöí um fóst- ureyðingar kristnum mönnum sárind- um, og einn biskup norsku kirkjunn- ar, Lönning, sagði af sér þess vegna. Skírn, skírnarfræðsla og fermíngar- fræðsla eru mjög til umræð'j I Noregi um þessar mundir, breytingar hafa ver- ið gerðar á helgisiðum norsku kirkj- unnar og ný þýðing Biblíunnar á norsku er nú að koma út. Síðastur fjallar sænski erkibiskup- inn Sundby um vandamál sænsku kirkjunnar. Þau telur hann einkum ferns konar. Sambúð ríkis og kirkju er ekki snurðulaus í Svíþjóð, og breyt- ingar telur hann, að muni verða íyrr eða síðar. í öðru lagi standa enn dell- Ur um prestsþjónustu kvenna í sænsku kirkjunni og hafa nú staðiö i 20 ár. ^arða þær deilur bæði samstarf og stöðu presía, sem ekki eru sama sinrtis ' þessu efni, en jafnframt er deilt um 9uðfræði. Þar er brýnasta spurningin sú, hversu mikil fjölhyggja skuli iiðin 1 guðfræði kirkjunnar. í þriðja lagi ðrennur á kristnum mönnum í Svíþjóð spurningin um orðið cg heiminn eða kirkjuna og þjóðfélagið. Kristnir menn verða æ gagnrýnni á umhveríi sitt, samfélagið, fjármunasýslu þess og lífs- hsetti manna, en ekki eru allir t einu máli um það, hvernig við skuli brugð- ist. j fjórða lagi víkur erkibiskupinn að prestaskortinum, sem nú er aö hverfa í Svíþjóð og offramleiðsla á næsta leyti. Aftur á móti kveður hann nokkurn vanda skapast af því annars vegar, að í vöxt fer, að presteíni komi víðar að en frá heimiium trúaðra, og hins vegar verða þau svo að sækja menntun sína í guðfræðideildirnar í Uppsölum og Lundi, en þær eru vís- indastofnanir og óbundnar jáiningum. Við þessum vanda verour kirkjan að bregðast með einhverjum hætti og sjá til þess, að prestar hennar fái aí hennar hálfu nauðsyniegan undirbún- ing til starfs. Herra Sigurbjörn heldur síðan áfram frásögn sinni af fundinum: Tvö stórmál voru þar mjög til um- ræðu, segir hann. Fyrst skírn og skírn- arfræðsla. Þau mál eru nú mikið rædd í Danmörku og reyndar á Norðurlönd- unum öllum. Framsögu á fundinum höfðu biskuparnir Christiansen og Sariola. Þessi mál eru mjög tíma- bær, vegna þess að skólinn er ekki lengur á játningagrunni kirkjunnar. Þó að kristindómsfræðsla og trúar- bragðafræðsla sé tíðkuð í öllum skól- um upp eftir skólastigum, er það ekki skilið svo, að sú fræðsla sé grund- völluð á skírn og taka eigi mið af kenningum þjóðkirkjunnar þess vegna. Danir og Svíar lögðu ríka áherzlu á það, að eigi að síður væri lögbcðin kristindómsfræðsla skólanna verðmæt- ur grunnur til að byggja oían á. En auðsjáanlega yrði kirkjan í mjög vax- anai mæli að skírskota til foreldranna og safnaðanna um trúfræðslu og leggja mjög mikla aukna áherzlu á fermingarundirbúning. Um þetta eru aliir sammála, en Norðmenn eru síður reiðubúnir til þess en grannar þeirra að viðurkenna, að kristinfræði í barnaskólum sé ekki grundvölluð á skyldu hins opinbera við 9

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.