Kirkjuritið - 01.04.1977, Qupperneq 74

Kirkjuritið - 01.04.1977, Qupperneq 74
bragð eins og frelsisguðfræðin, sé hin mikla undantekning frá þeirri reglu eins og síðar verður skýrt frá. Áherzla hinnar afrísku guðfræði liggur meir á aðlögunartilraunum að þeim menning- ararfi, sem heimafyrir er, eða svo not- uð séu orð úr undirbúningsskjölum Lútherska heimssambandsins fyrir allsherjarþing þess í Tansaníu í júní n. k., þá er hin afríska guðfræði ,,til- raun til að afríkanisera'1 hinn biblíu- lega boðskap, þannig að afríkumenn megi mæta Jesú Kristi í búningi afr- ískrar menningar". Kemur þetta ekki hvað sízt fram í messusiðum, tónlist og lífsstíl hinna kristnu. Einkum eru það hinar „sjálfstæðu kirkjur, sem hafa haft frumkvæði að þessu. Með ,,sjálf- stæðum kirkjum" er átt við þær kirkjur, sem hafa rofið að mestu eða alveg sambandið við hinar vesturlenzku móðurkirkjur, vex þessari kirkjuhreyf- ingu í Afríku mjög fiskur um hrygg. Guðfræðingurinn John Mbiti (rektor ráðstefnuseturs Heimsráðs kirkna í Bossey, Sviss), hefur ritað fræðileg verk um afrísk trúarbrögð og afríska lífssýn með það fyrir augum, að heima- guðfræðinni mætti takast að byggja aðlögun sína og gjörvalla boðun og starf á raunhæfri þekkingu hins menn- ingarlega jarðvegs. Sem fyrr segir á Afríka einnig sína pólitísku guðfræði, sem nefnd hefur verið ,,svört guðfræði“ (black theology), er hana að finna víða í hinum órólegu ríkjum Afríku, ekki sízt í S.-Afríku-,,lýðveldinu“. Reyndar er guðfræði þessi ekki afrísk heldur bandarísk að uppruna enda þótt tekizt hafi að aðlaga ýmsa helztu þætti hennar að aðstæðum í Afríku. Svört guðfræði hefur vaxið i skjóli mannrétt- 72 indabaráttu svertingja í Bandaríkjunum og hlotið mótun sína og heiti í meðför- um hins unga próíessors James H' Cone frá New York. Verður hér stuðzt við fyrirlestur og persónulegar viðræð- ur undirritaðs við prófessor Cone. Hann er sjálfur svartur á hörund sem vænta mátti og hefur guðfræði hans mótazt af uppeldi hans og reynslu, siðar póli' tískri þátttöku hans meðal svertingj' anna. Er auðvelt að sjá, hversu hin altæka og djúpa trúarvitund og of* örvæntingarfulla mannréttindabarátta fer sem rauður þráður um alla guð' fræði hans. „Guðfræði er tal um Guð“ segir hann, en bætir við „kristin guðfræð1 er tal um frelsandi athöfn Guðs 1 heiminum vegna hinna kúguðu oð undirokuðu“. Þetta telur hann ver0 grundvallaratriði kristinnar guðfræðn Guðfræði kann að vera heimspekileð eða biblíuleg, en hafi hún ekki þessa grundvallarviðmiðun, að Guð sé sS' sem frelsar hinn kúgaða úr raunverU' legri neyð, þá er sú guðfræði ekk1 kristin. Guðfræðin er biblíuleg, segir hann, en það merkir, að hún byggir a þeim skilningi, að Biblían sé ,,fyrst og fremst saga ísraels, sem trúði Þvl’ að Jahve væri með í sögunni". Þa® var hann sem leiddi þjóðina út þrælahúsinu í Egyptalandi, og síðar úr þjáningunni í Babylon. „FrelsU11 Guðs birtist í því, að hann frelsar þræla úr félags- og efnahagslegrt^ þrældómi". í Nýja testamentinu e< þessi hugsun útvíkkuð, þar sem freis' un Guðs nær ekki eingöngu til ísrae15 heldur til alls heimsins (að vísu var þessi hugsun komin fram hjá DevterO' Jesaja). „Kross Jesú er ekkert ann3
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.