Nýjar kvöldvökur - 01.07.1945, Qupperneq 14

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1945, Qupperneq 14
100 STEFÁN BÓNDI Á MUNKAÞVERÁ N. Kv. síðan gerður að heiðursfélaga þess. Öllum var það Ijóst, að heilli og einlægari sam- vinnumann var ekki að finna í öllu hérað- inu. Það var beinlínis lífsskilningur Stefáns, að mennirnir yrðu villir vegar, ef þeir færu einir saman með strit sitt og basl. En á vegi bróðurlegrar samvinnu yrðu þeir ekki að- eins auðugri að veraldarlegunr f jármunum, heldur og að mannsæmilegum tilfinning- um og varanlegri lífshamingju. En þótt Stefán væri þannig umbóta- maður með glöggan skilning á þörfum og kröfurn nýrra og komandi tíma, var það ekki sízt merkilegt um hann, að hann hafði jafnframt mjög ríkar fræðimannshneigðir og var það ættarfylgja í kyni hans. Þetta fer þó ekki ætíð saman og er venjulegast annað hvort, að menn horfi aftur eða fram á leið. En í raun og veru er sá maður ekki skyggn, nema á öðru auganu, sem horfir til annarar hvorrar áttarinnar aðeins, og hlýtur að vera miður fær til skilnings á samtíð sinni og framtíð, ef hann hefir ekki jafnframt glögg- an skilning á fortíðinni. Stefán var langminnugur á allan sagna- fróðleik fornan og nýjan, svo að yndi var við hann að ræða. Eíann hafði einkum staðgóða þekkingu á sögu landsins og var furðu glöggdæminn og skarpskyggn um þá hluti. Hefir hann skrifað nokkrar ritgerðir um þau efni, sem mjög eru athyglisverðar, og bæði innlendir fræðimenn og erlendir, sem stundum dvöldu á heimili hans, sóttu til hans ýmsar athuganir og upplýsingar, sem þeim komu að góðu gagni. Þannig var eðlisgerð Stefáns furðulega fjölþætt og öll spunnin af tryggum, þjóð- legum toga. Hann var ekki mjög fljótþroska í uppvexti, en um hann mátti segja líkt og tekið er til orða um einhvem Skálholtsbisk- upinn: Enga sína mannkosti lét hann í gleyming ganga, heldur efldi og jók þar við svo lengi, sem honum entist aldur. Allir, sem kynntust Stefáni bónda á Munkaþverá náið, munu hafa verið á einu máli um það, að hann væri fágætur mannkostamaður. Tel ég þar ekki aðeins til fræðimennsku hans, farsælar gáfur, miklar verklegar fram- kvæmdir né jafnvel starf hans að félagsmál- urn, þó að stórvel væri um þetta allt saman. Það, sem varpaði ljóma yfir manninn, var sá fágæti bróðurhugur og sú einskæra og und- irhyggjulausa góðvild, sem var frumtónn- inn í sál hans. Og jafnhliða þessu fór hin einstakasta hógværð og yfirlætisleysi, sem gerði hann svo sérstaklega aðlaðandi og á- vann honum hvers manns hylli. Ekki var Stefán mikill maður að valiar- sýn né að líkamsþreki, en þó mun hann hafa verið fremur heilsuhraustur alla ævi, þangað til elli sú, sem öllum kemur á kné, tók að leggjast með miklurn þunga á herðar hans eftir 75 ára aldur. Hann andaðist á heimili sínu 9. nóv. 1943, og var honum fylgt til grafar af miklum fjölda manna úr héraðinu. Eins og áður er sagt, hafa búið á Munka- þverá rnargir ríkir höfðingjar og auðugir frá fornu fari. Nöfn eins og: Víga-Glúmur, Einar Þveræingur, Magnús lögmaður og Sveinn lögmaður Sölvason eru órjúfanlega tengd við sögu landsins, og mörg fleiri mætti telja. En þótt mikil hamingja hafi löngum hvílt yfir þessum stað, og hann hafi eflzt af starfi margra ágætra og þjóðfrægra manna, þá hefir þó enginn reist sér þar óbrotgjarnari minnisvarða í stórfelldum framkvæmdum en einmitt Stefán Jónsson, og ætla ég að hann muni og reynast hlut- gengur með hverjum sínum fyrirrennara, að drengskap og sannarlegri höfðingslund. Má hann því fyllilega eiga sæti með þeim á Sökkvabekk sögu og eilífðar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.