Nýjar kvöldvökur - 01.07.1945, Blaðsíða 15

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1945, Blaðsíða 15
JN. Kv. Verner von Heidenstam: Sænskir höfðingjar. NOKKRAR SÖGUR HANDA UNGUM OG GÖMLUM. FRIÐRIK ÁSMUNDSSON BREKKAN hefir enduTsagt á íslenzku. DÝRLINGURINN OG DREKINN. I. Steinn Sture fékk tréskurðarmeistara frá Andorf, sem nefndiist meistari Andreas, til þess að koma til landsins. Bað hann meistar- ann að skera út svo fagra mynd, að hennar líki hefði aldrei sést á Norðurlöndum, og «kyldi hún prýða Stórkirkjuna í Stokk- hólmi. Meistari Andreas var mikilúðlegur mað- ur og myndugur í framgöngu, en bros hans var drengilegt og handaband hans fast. Hann var hár vexti en helzt til þrekinn, og hárinu, sem þegar var farið að verða nokk- uð grásprengt, skipti hann yfir miðju enni, líkt því, sem sézt á Kristsmyndum. Hann hafði undarleg augu. Það var eins og hula "væri yfir þeim, líkast því að hann væri að horfa á eitthvað inni í höfðinu á sjálfum sér í staðinn fyrir að líta beint fram á þann, sem hann talaði við. — Vinir hans höfðu oft orð á þessu við hann. Þeir klöppuðu á öxlina á honurn og sögðu: — Meistari — um hvað ertu nú að hugsa? Þú horfir beint framan í okkur, en þó sérðu okkur alls ekki! Hann hafði farið víða um lönd, og oftar æn einu sinni hafði hann klæðst hertygjum og riðið út í stríð til að reyna hamingju vopnanna. En hann var guðelskandi maður, laus við alla drambsemi og mjög kirkju- Tækinn. — Þó hafði fólk veitt því eftirtekt, ■að hann beygði aldrei hné fyrir kvendýrl- ingi, aðeins fyrir karldýrlingum, og innan- undir treyjunni bar hann mynd sankti Gör- ans1) í festi. Hann fékk húsrúm hjá manni, sem hét Bengt Hake og var hljóðfæraleikari hjá Steini Sture. — Árinu áður hafði Bengt gengið að eiga sextán ára gamla stúlku og hafði þá sezt að við eigin arin. Bengt Hake var ungur maður og dreyminn, og þegar tunglið skein í heiði. nennti hann ekki að ganga til hvílu. Andlit hans með hinni íhugandi og framstandandi efrivör var barnsandlit, língult hárið hékk niður á axlir og brjóst, og við beltið hékk lítill tígilhníf- ur eins og leikfang. Honum varð þegar hlýtt til hins ókunna manns við fyrstu sýn, og brátt urðu þeir vinir, sem leyndu hvor annan engu. Eitt kveld bað hann meistara Andreas að koma með sér í „Ráðskjallarann" við torg- ið. Þar settust þeir á aftasta bekkinn til þess að fá að vera í næði.----Bengt stakk fingr- unum í hárið og laut höfði. — Þú veizt, meistari, hóf hann máls, að hér ríkja nú flokkadrættir í landinu. Marg- ir halda því fram, að við ættum að losa okk- ur við ríkisstjórann, herra Stein Sture, og taka danska konunginn aftur. — í þessu skyni safnar nú Jakob Úlfsson mönnum á laun. Mér hefir verið lofað sléttfullum bik- ar af rínlenzkum gullpeningum, ef ég get J) St Göran er sænskt nafn á dýrlingnum st Georg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.