Nýjar kvöldvökur - 01.07.1945, Blaðsíða 19

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1945, Blaðsíða 19
N. Kv. SÆNSKIR HÖFÐINGJAR 105 næsta morgun vildi hún ekkert nema dansa og hoppaði þá um húsið eins og kátur krakki, og þá var ekkert til, sem hún hataði eins mikið og þuria að vera kyrr. — Allt, sem hún tók sér fyrir hendur, gerði hún ávallt með sama Iiita, og rauðu rósirnar á vÖngum hennar voru þær sömu, eins og þegar hún lleygði sér niður á grasflötina í garðinum og fannst, að allt lífið væri ekkert nema byrði. — Eins og ég er, vil ég ávallt sýna mig, sagði hún. — Ég svík engan! Um allt þetta, sem var sérkennilegt í fari Mettu, fór meistari Andreas jafnan orðum, sem sýndu, að hann skildi hana, og augu Bengts Ijómuðu, þegar hann hlustaði á. — Er meistarinn var að taka mál af henni með hringfara sínum og útlista á meðan, að allir listamenn væru ekki annað en klaufalegir lærlingar, þegar verk þeirra væru borin saman við sköpunarverk Drottins, fannst Bengt, að hann vera lang hamingjusamasti 02' öfundsverðasti maðurinn undir sólinni o — og greip þá lúðurinn sinn og lék svo að það hljómaði langt yfir öll torfþök hús- anna. Þó var það aldrei fyrr en á nóttunni, þeg- ar skriðbyttan hékk og lýsti undir mæninn í sjóbúðinni, að meistarinn fyrir alvöru greip hníf eða kylfu og eggjárn og byrjaði ,af fullum áhuga að vinna við drekann og hinn vígreiða riddara. — Hann breiddi þá dökkt tjald yfir mynd jómfrúarinnar, og smám saman varð það eins og að \ana, að hann vann ekki að þeirri mynd nema stutta stund að deginum — og stundum alls ekki. — En svo stóð hann þá aftur á móti alla lið- langa nóttina og vann. Bengt tók þá að verða kuldalegur í við- móti og harður við konu sína. Og þegar þau sátu til borðs, þar sem áður hafði jafnan verið gleði og gaman, þrættu þau nú um allt og ekki neitt, eða þau stóðu upp þegjandi og llýttu sér burtu hvort frá öðru, svo að meistarinn sat einn eftir við borðið. — Stof- an var sjálfri sér lík, gólfið var stráð blóm- um og einirberjahríslum, og arininn var skrýddur grænu laufi, en öll ánægja var flúin burtu. — Bengt hafði líka breytzt í framkomu sinni við meistarann. Hann var orðinn þögull og fálátur og snar til reiði. — Metta! sagði hann eina nótt, er þau lágu vakandi í sænginni. Þú ert svo sem ekk- ert annað en leikbrúða, Metta — falleg leik- brúða — en menn verða fljótt leiðir á þér .... Trúir þú ennþá á ástina, Metta? Veiztu hvað ástin er? — Hún er ekkert nema boglína — hringur. — Ég get ekki út- skýrt það. En þú ættir að heyra, hvað meist- arinn segir. Hann hatar ástina, af því að hann óttast hana. — Það eru einungis vesal- menni eins og ég, senr tilbiðja það, sem þeir verða að hlýða! — Þú ert svo þvoglumæltur, Bengt, þeg- ar Jrú segir eitthvað, svaraði Metta. — Ef þú værir það ekki, skyldi ég reyna að hlusta á þíg- Hann fleygði ofan af sér feldinum og spratt á fætur, klæddist í skyndi og hélt svo rakleitt niður í sjóbúðina. Þegar hann kom inn, varð hann einurð- arlaus og fór að laga á sér beltið. Til þess svo að láta líta út eins og hann hefði átt eitt- hvert erindi, tók hann skriðljósið niður úr þakinu og þóttist vera að líta eftir, að kveik- urinn væri í lagi. Án Jress að líta upp sagði hann: — Segðu mér eitt, meistari, hvers vegna hefurðu breitt þetta dökka tjald yfir mynd kóngsdótturinnar? Meistarinn lét senr hann heyrði ekki. Hann var í óða önn að höggva mynd drek- ans, svo að tréspænirnir flugu allt í kringum hann. — En þegar Bengt endurtók spurn- inguna, svaraði hann: — Fyrir mig er orrustan milli riddarans og drekans aðalatriðið. — í gylltum hertygjum og með sverðið reitt til höggs í annarri hendinni rekur riddarinn spjótið í drekann — og ;i bak við 14
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.