Nýjar kvöldvökur - 01.07.1945, Qupperneq 25

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1945, Qupperneq 25
.TN. Kv. SÆNSKIR HÖFÐINGJAR 111 liðinn að kveldi, veit hann samt upp á hár, hve margir diskar hafa staðið á borðinu! Á meðan meitsarinn skemmti sér við gest- ;ína, leiddi Bengt hest sinn út, lagði við hann .silfurbúið beizli og breiddi yfir hann áklæði prýtt löngum taglhársskúfum. Því næst lét hann einn af smásveinunum á bak og stakk stórum lúðri í hönd hans. Svo opnaði hann garðshliðið upp á gátt og sló með hendinni á lend gæðingsins, sem frísaði og stóð á aft- urfótunum. — Svona nú, piltur minn! hrópaði Bengt. Blástu nú duglega í lúðurinn og ríddu í einu hendingskasti beina leið heirn til herra . Steins Sture. Segðu honum, að þú sért sendi- hoði frá hinum víðfræga meistara Andreasi og eigir að færa honum það fagnaðar-fyrir- heit, að þegar á morgun, sjálfan „Vor-frúar- daginn“, skuli verk það, sem liann hefir pantað og ríkulega launað, vera fullgert til að setja það upp í Stórkirkjuna! Nú var blásið í lúðurinn, og Bengt sneri : sér að gestum sínum: — En yður, kæru vinir og bræður, hélt hann ræðu sinni áfram — yður bið ég nti fyrir það fyrsta, að þér sem góðir hljóðfæra- leikarar og samkvæmt siðum og venjum drekkið minni vors háttlofaða embættis! — Vér drekkum minni vors háttlofaða embætis! svöruðu þeir og klingdu bikurun- um. — Og því næst, hélt Bengt áfram — drekkum vér minni meistara Andreasar og verks hans, sem nú er næstum því fullkomn- . að. — Sá tími kemur, að Metta situr hér gömul og grá við arininn og kembir ull. í hvert sinn, sem ég þá stíg fæti mínum í kirkju vora, mun ég líta brúði æskuára minna augum — þá einu konu, sem ég hefi elskað af hjarta. Þar mun hún krjtipa með spenntar greipar alveg eins og forðum. — Jafn fögur og trúföst eins og gull! — Jafn fögur og trúföst eins og gull! end- urtóku gestirnir. Þá stóð Metta á fætur. — Og nú vil ég einnig þakka þér, meist- ari, sagði hún. Lofaðu mér að kyssa hönd þína! Hann stökk niður af bekknum og hopaði svö skref aftur á bak. Neðri vörin titraði, og hann veitti því ekki eftirtekt, að hann hafði snúið bikarnum við, svo að vínið rann niður á skóna hans. — Ekki þetta — Metta. . . . Það var allt, sem liann gat sagt, því að hann hafði misst valdið yfir sjálfum sér, um leið og hann hætti að geta hlegið. — Sjáið þið ekki kippina í andlitinu á honum, hvísluðu gestirnir. — Hann ræður sér ekki fyrir óþolipmæði eftir að komast aftur að verki sínu! Þegar gestirnir enn um stund liöfðu gert sér að góðu, það sem fram var reitt, gengu þeir í smá hópum aftur niður í sjóbúðina. — Enginn gat hugsað um neitt annað en listaverkið. Þeir flettu tjaldinu ofan af drek- anum, og þegar þeir sáu nagaðar hauskúpur og bein undir klóm hans, fóru þeir að tala alvarleg orð um syndina og dauðann. Meistarinn skipaði nú áhorfendunum niður í vinnuliópa, sem fengu að hjálpa honum að mála drekanji og jörðina. En eng- inn annar en hann sjálfur fékk leyfi til að snerta á riddaranum og jómfrúnni. Hann stóð hátt uppi á efstu rimum stigans með liti sína og gull sitt, og neðan undir kraup Metta í bláu skikkjunni sinni og með slegið hár. — Rósir og liljur á vöngum, hvíslaði Bengt að meistaranum og benti á kinnar hennar, sem höfðu fínan roða eins og epla- blóm. Meistari Andreas anzaði honum engu, og Bengt klifraði þá upp í stigann til hans. — Þú ert ekki enn búinn að gylla efstu laufin á kórónu kóngsdótturinnar, mælti hann. Láttu mig gera það, svo að ég í þakk- læti fyrir allt, sem hún hefir verið mér, fái sjálfur að krýna höfuð hennar með kórónu sakleysisins.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.