Nýjar kvöldvökur - 01.07.1945, Blaðsíða 27

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1945, Blaðsíða 27
N. Kv. SÆNSKIR HÖFÐINGJAR 113 verk sitt upp aftur. — Þegar Metta leit upp, lyfti hún höndunum með spenntar greipar aftur fyrir hnakkann og hrópaði: — En hvað sólin glampar á gullkórón- una — en hvað sólin glampar! Meistari Andreas þorði ekki að mæta aug- um hennar, en hann nuddaði afar varlega hin gylltu iauf með silkidúk langa stund, allt þangað til Bengt hafði lokið verkinu. — Ht'm segir satt! hrópuðu gestirnir hver í kapp við annan — hún segir satt: Sólin glampar á gullkórónuna — en hvað sólin glampar! Bengt tók utan um meistarann og studdi hann, meðan hann með hægð klifraði niður stigann. — Verk þitt er fullkomnað! sagði hann. Meistari Andreas lét sig síga niður á eik- arkubb, sem stóð þar og hafði ekki verið notaður. Litlu trékylfuna, sent hann hafði notað við vinnu sína, tók hann upp og lagði hana á hné sitt. — Verkið er fullkomnað! sagði hann. Far- ið nú heim, vinir, og lofið mér að sitja hér — einum. V. „Vor-frúardagurinn“ rann upp bjartur og heiður. Sankti Göran og drekinn var fluttur til Stórkirkjunnar á vagni, sem dreginn var af litlum, úfnum liestum. — Allar klukkur liringdu, og fremstur allra gekk Bengt Hake með lúðurþeytára sína og bumbuslagara. Atgeirar og stálhúfur blikuðu ísgrátt í járn- glamrandi röðuiu beggja megin við vagn- inn. En á eftir komu riddarar og háttsettir herrar, eins og væru þeir að fylgja nýkjörn- um þjóðhöfðingja. Þegar vagnhjólin dundu á Nyrðri brú, sást herra Steinn Sture við hallargluggann, og hann hrópaði niður til mannf jöldans: — Munið þið Brunkeberg, sænskir menn? Munið þið, hvernig vér þar sungum kvæðið um sankti Göran? Við orð hans varð svo mikill gnýr, að heyrðist báðum megin ábökkunum, og þeg- ar smásveinarnir, sem teymdu Iiestana, sneru sér við og horfðu í áttina til klaust- urs sankti Klöru, fannst þeim, að þeir gætu ennþá séð rykmekkina þyrlast upp kringum hina föllnu, dönsku riddara. Þeir minntust þeirrar stundar, er Knútur Posse reif til sín Dannebrogsfánann, sneri stönginni við og rak broddinn svo hart niður í jörðina, að stöngin brast, og hann tróð hvíta krossinn undir fótum sér. — Því lengur, sem þeir hugsuðu urn hina löngu og hörðu orrustu, óx stærilæti þeirra, þar sent þeir nú leiddu fram hesta sína. En þegar börnin, sem liöfðu skriðið upp á handriðið beggja vegna við brúna, sáu hið gapandi og blóðuga gin drekans, urðu þau hrædd, fóru að skæla og flýttu sér burtu. — — Hvar er meistari Andreas? spurðu lier- mennirnir, og allt fólkið tók undir: Hvar er meistarinn? Við viljum bera hann á gull- stól á eftir myndinni alla leið inn í kirkj- una! Þegar búið var að koma myndinni fyrir á þeint stað, sem henni hafði verið ætlaður, við altari sankti Görans, fylltist kirkjan brátt af aðdáunarfullum áhorfendunt, sem kontu og fóru, og söntu þrengslin héldust allt til kvelds. Lamparnir gátu að síðustu ekki varið skuggunum að breiða sig undir hvelfinguna, og kertin, sem tendruð höfðu verið fyrir sálum hinna látnu, stóðu hálf- brunnin í járnstjökunum við dyrnar. En í hálfrökkrinu glitruðu ennþá hin gylltu Iter- týgi sankti Görans og kórónan á höfði kóngsdótturinnar. — Nunnur, grántunkar og svartmunkar komu í löngunt röðum, féllu á hné og signdu sig. En þarna stóðu líka bændur, sem geymdu liesta sína, vagna og vörur á torginu og biðu markaðarins næsta dag, og skinnklæddir dalamenn glömruðu með tréskóm sínum yfir leg- steinana. Borgarbúarnir, sent voru öruggir í fram- komu og fannst þeir vera heima hjá sér í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.