Nýjar kvöldvökur - 01.07.1945, Blaðsíða 28

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1945, Blaðsíða 28
114 SÆNSKIR HÖFÐINGJAR N. Kv. eigin liúsi, gengu alla leið fram að altarinu og hvísluðu sín á milli, að jómfrúin, tákn- mynd kvenlegs ltreinleika, væri í raun og veru mynd ungu húsfreyjunnar, hennar Mettu. Þeir gátu svo vel þekkt hana á hár- inu og hinum fagra boga ennisins. — Hvar er meistari Andreas? spurðu þeir. Vissulega er meistarinn auðmjúkur maður, sem heldur kýs að halda sér undan og láta ekki á sér bera, en að láta hylla sig á þessum heiðursdegi sínum! VI. Þegar aftansöngnum var lokið, kom Bengt inn í sjóbúðina. Þar var eyðilegt og tómt inni nú, síðan myndastyttan hafði verið flutt burtu. Tréspænir og verkfæri lágu á víð og dreif um gólfið. Bláa skikkj- an, sem Metta hafði verið í, lá samanböggl- uð úti í horni, og í kyrrðinni heyrðist niður straumvatnsins fyrir utan. Meistari Andreas sat á eikarkubbnum við vegginn alveg eins og kveldið áður. En er Bengt nálgaðist hann, veitti hann því eftirtekt, að meistarinn hafði elzt, hann var orðinn gamall. það var því líkast, að hann hefði allur visnað. — Guð hefir hjálpað mér til að fullgera verk mitt, sagði hann, og nú er þolinmæði hans þrotin. — Það eru þínir eigin kraftar, sem eru á þrotum, kæri meistari, svaraði Bengt. Allan liðlangan daginn hefir þú nú verið hér án þess að bragða vott eða þurrt þér til styrk- ingar. — En nú bíða allir þínir görnlu vinir — og fjöldi nýrra vina — eftir þér fullir óþreyju í ,,Ráðskjallaranum“. — Ert þú vinur minn ennþá, Bengt? — Og um það spyr þú! — Það væri betur, að þú hefðir aldrei séð mig, Bengt! Ef þú vilt mér vel, þá taktu kylfuna þarna og gefðu mér högg á gagn- augað, svo að ég falli dauður. — Þú ert sjúkur, meistari. — Þú veizt ekki, hvað þú segir! — Hér er kylfan. Taktu við henni og sláðu! Sé nokkur, sem ætti að vinna það verk, þá ert það þú, Bengt. ... og þú mátt vera viss um, að það er gott verk og réttlátt. — Er j^að þá gott verk að drepa? — Stundum getur það kallast svo — að minnsta kosti þegar hönd vegandans fram- kvæmir réttláta refsingu Drottins. — Meistari! sagði Bengt. Þú hefir ennþá margt og mikið að lifa fyrir, og jrað jafnvel þó að {Deir ætti aldrei framar að auðnast að skapa annað eins listaverk og j:>að, sem {dú nú hefir gefið okkur. — Ég hefi ekkert framar að lifa fyrir — nema þá ef vera skyldi til þess að blygðast mín og iðrast. . . . En slíkt fellur mér ekki vel í geð. ... Ég veit ekki, hvort ég er vinur þinn lengur — ég held j)að þó naumast. — En sért þú vinur minn, þá gerðu nú síðasta góðverkið á mér og dreptu mig. — Fáðu mér þá kylfuna! Um leið og Bengt sagði þetta, greip hann klyfuna, sveiflaði hnni og henti henni iit um opnar dyrnar langt út á vatn. — Við hinn heilaga Eirík! hrópaði hann. Óskir þú helzt að sitja hér í næði með hugs- anir þínar, svo máttu fyrir mér halda jæim leik áfram eins lengi og þig lystir! Meistari Andreas spratt upp, náði hon- um í dyrunum og liélt honum föstum. — Þú mátt ekki yfirgefa mig svona, bað hann. — í garði jnnum get ég ekki verið ein- samall heila nótt. — Ert þú nú líka orðinn hræddur við myrkrið, meistari? — Ekki við myrkrið — nei, en við myrkra- verkin. — Ég skil nú reyndar ekkert í neinu af þessu, sagði Bengt. — En sé það nú svo, að einhverjir kvarnarsteinar liggi á hjarta jjínu, meistari, skalt þú nú samt bera þig að hrista þá af þér — að minnsta kosti í nótt. — Taktu nú hönd mína og komdu! í raun og veru ætti ég kannske að flytja þig í „Heil-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.