Nýjar kvöldvökur - 01.07.1945, Blaðsíða 33

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1945, Blaðsíða 33
•N. Kv. VIT \STÍGITR-INN 119 'þau við miðdegisborðið að vanda og ræddu saman. í dag voru hænsnin umræðuefni Trennar. Ætti hún að velja sér nýjan kyn- stofn, Plymouth-Rocks, eða svarta Mín- • orka?1) Meðan hún lét dæluna ganga um hænsnin, var Sylvester að hugsa um Jens og bréf það, sem hann hafði fengið frá honum þá um morguninn, áður en hann fór að Treiman. Hann hafði farið í þessa löngu gönguför eingöngu til að geta íhugað ræki- lega, livað hann ætti að segja Nóru. Hann yrði að skýra henni gætilega frá öllu saman •og bua liana smám saman undir hin miklu tíðindi. Hann þreifaði í sífellu á brjóstvasa sínum til að ganga úr skugga um, að bréfið væri þar enn. Hún lét í sífellu dæluna :ganga um hænsnin og herti smám saman róðurinn, svo að hann fór að gruna, að hún gerði það í þeim tilgangi, að hann skyldi •ekki komast að. Hann var ekki viss um, hvort nokkuð lægi undir þessu. Var hana ‘farið að gruna nokkuð, eða hafði hún feng- ið einhvern pata af þessu einhvers staðar ;að? Allt í einu segir hún eins og rétt af til- ^viljun: „Ég fékk bréf frá bróður mínum, yfir- hershöfðingjanum, fyrir skömmu.“ Röddin var kuldaleg; hann kannaðist við raddblæ- inn. „Jæja, fékkstu það? Er langt síðan?“ Hún leit á hann rannsóknaraugum. Hann lét sem ekkert væri, þótt hann biði svarsins með eftirvæntingu. „O, svona um mánuður, hér um bil,“ sagði liún loksins. Hann þreifaði á brjóst- vasanum og hugsaði: Guði sé lof, mitt bréf er aðeins þriggja daga gamalt. „Góðar fréttir að vanda frá yfirhershöfð- ingjanum?" Hann leit spyrjandi á hana. „Onei, ekki get ég nú sagt það. Hann skrifar um Jens.“ Sylvester hrökk við á stólnum; nú fór hann að skilja hina þrot- lausu hænsnamælgi hennar. Hún hafði ein- hvern ávæning fengið af málinu. Það var jrví bezt að bíða og sjá, hvað setur. Það var ekki ldaupið að því að átta sig á henni; hún vissi ætíð meira, heldur en hún lét í veðri vaka. Stofuþernan kom inn og skipti um diska. Nú var dálítil þögn. Sylvester var ekki jafn-rólegur og hann átti vanda til. Ætt lians hafði aldrei verið þjáð af neins konar taugasleni, en í dag var samt ekki laust við, að hann væri ofurlítið órólegur. Þetta var í fyrsta sinn, sem hann fór á bak við konu sína, og það í máli, þar sem mikið var í húfi — framtíð einkabarns- ins þeirra og hamingja. Hann hafði aldrei á ævi sinni gengið neinar krókaleiðir, held- ur sótt beint fram og ærlega, hver sem í hlut átti. Hann var talinn strangur og lremur óþjáll, en hvað um það; hann hafði aldreí blekkt neinn né svikið. Honum leið ekki vel-------. Hér var um framtíð Jens að ræða, og hann skyldi ekki þurfa að lifa sama lífi og foreldiar hans hefðu gert. Hún þukl- aði órólega við borðþurrku sína, er hann reyndi að lesa í svip hennar. En andlit henn- ar var algerlega breytingarlaust; hún kink- aði aðeins kolli til þernunnar, að hún gæti farið. Hann bjóst við, að nú myndi hún auðvitað hefja sóknina; það var samkvæmt hennar gömlu hernaðaraðferð. Hann var í rauninni mesti auli að ímynda sér, að hún, Elónóra Bramer, fædd Fenger, myndi halda að sér höndum, þegar eitthvað væri á seyði, sérstaklega af þessu tagi! Hann var við öllu búinn. Sylvester braut valhnetur milli fingra sér og þreifaði öðru hvoru á brjóstvasanum. Sem betur fór var skjalið á tryggum stað. í því fólst fait accompli, raunveruleiki, sem hún megnaði ekki að kollvarpa né rifta. Að því leyti var málið augljóst. Hún dýfði litlu fingrunum hvítu niður í skola-skálina. „Bróðir minn, yfirhershöfðinginn, segir að Jens lifi ekki neinu fyrirmyndarlífi í Ósló.“ J) Amerísk og spönsk hænsnategund. — Þýð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.