Nýjar kvöldvökur - 01.07.1945, Page 41

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1945, Page 41
"N. Kv. VITASTÍGURINN 127 ..alltaf opinská og hreinskilin við Öblu •gömlu. Það gekk alltaf hálfstirt á milli þeirra frú Bramer og hennar, og það var ekki nema eðlilegt; það var ekki við öðru að búast. En Abla huggaði hana með því, að frú Bramer gæti nú ekki lifað til eilífs nóns. Adam Stolz var glaður og hamingiusamur •eins og barn, síðan Gottlieb kom heim aftur úr hinni löngu fjarveru sinni og heimsótti hann nú upp í vitann eins og áður. Nú var .allt eins og fyrr á árum með margar glaðar stundir uppi í vitaturninum. Sorglegt var það, að Sören gení skyldi deyja; en hann var samt orðinn svo veikur, að lífið hefði ekki orðið honum til neinnar gleði héðan af. Adam varð oftast nær sjálfur að sækja póstinn ofan til ívarsenskaupmanns.Sigurð- tir gekk nú í skóla. ívarsen var farinn að ■verða hrumur og hafði nú falið Roosevelt öll verzlunarstörf og stjórn, enda var hann :nú vel fær um að leysa þetta vel af hendi. Að minnsta kosti sagði ívarsen það, hvenær sem tækifæri gafst. Hann sá aldrei neitt athuga- vert við Roosevelt. ívarsen hafði nú helzt að dægradvöl að lesa verðlista yfir vínteg- undir, sérstaklega borgundat'vín. Hann naut þess í huga að velta fyrir sér Romané frá 1904 og Pomard frá 1911, og sletti þá í góminn. Gottlieb leit þá á hann meðaumk- unaraugum og sagði stundum: „Kívarsen, þú minnir helzt á gamlan, uppgjafa ökumann, sem smellir svipunni og heldur að hann sé enn að keyra hest sinn, hö-hö!“ En frammi í eldhúsi sat Tínus og spjall- aði við Önnu eldabusku. Ja, sei-sei-já! Hann undi sér ágæta vel hérna, því að Anna elda- buska var ágæt og viðkunnanleg manneskja, •og hæfileg við hans aldur. Hann var fyrir löngu orðinn hundleiður á Öblu, sérstak- lega eftir allt þetta þvaður um þennan krakka fyrir fimmtíu árum. Að vísu hafði hún farið batnandi upp á síðkastið, en ,,hentug og þægileg" var hún ekki, nei, sei- sei-nei! Það hafði gert Tínusi babb í bátinn, að læknirinn skyldi hafa endurheimt konu sína. Það hafði hrundið öllum Itans fram- tíðaráætlunum. Hann hafði alið þá hugsun í brjósti í leynd, að þegar Abla færi, myndi liann verða einn hjá lækninum, eins og fyrr á árurn. En nú var sú von farin út um þúf- ur. Já, sei-sei, já! Hann fór því smám saman að velta fyrir sér að spyrja Önnu, hvort hún vildi ekki gifta sig? Ef svo væri, gætu þau tekið saman. Já, sei-sei-já. Og ekki gat hann skilið, að jiað hefði neina áhættu í för með sér á nokkurn hátt, not at all! iN. Veturinn leið, og vorið ko’m á ný. Af líf- inu á Bjarkasetri bárust litlar fréttir. Hélt fólk flest, að ]rar mundi vera aðeins um dýrðlega daga, gleði og ánægju að ræða. Gottlieb og Syh'ester flökkuðu um skóg- ana með byssur sínar og hunda; það var nú helzta ánægja' þeirra. Jens herramaður var tekinn að stunda bú- skapinn af áhuga og kappi rniklu, svo að Sylvester var tekinn að létta af sér öllum áhyggjum í þá átt og hættur að skrifa „leið- beiningar" sínar á kvöldin. Pilturinn komst víst vel af án þeirra. En innanhúss stóð hljóðlát og þéttings-þybbin orrusta um yfir- ráðin. Þar mættust tvær skapmiklar og geð- ríkar konur. Frú Bramer krafðist þess, að Auróra hefði á alla vegu sömu lífsskoðanir og hún sjálf. Hún yrði að skilja það, að væntanleg húsfrú á Bjarkasetri ætti háleitu hlutverki að sinna á rnarga vegu. Það var ekki eingöngu það eitt að halda við ættinni, heldur varð einnig að varðveita auðlegð ætt- arinnar og stöðu hennar í þjóðfélaginu. Frú Bramer vildi ekki sleppa völdunum, fyrr en séð væri fyrir með fullri vissu, að sú, sem við þeim tæki, léti ekki allt saman hrörna og falla og hverfa niður í „gráan og smásmug- legan hversdagsleikann". Þegar Auróra tal- aði glaðlega og blátt áfram við vinnufólkið,

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.