Nýjar kvöldvökur - 01.07.1945, Side 45

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1945, Side 45
N. Kv. VITASTÍGURINN 131 Auróra gekk ofan til að kveðja gestina. Hún leit í stóra spegilinn í forstofunni og lagfærði hár sitt, svo rétti hún úr sér og brosti, um leið og hún gekk inn til hinna. Enginn gat séð á henni, að hún hefði ný- skeð lifað eina af mikilvægustu stundum lífs síns. Auðvitað létu gestirnir ekki á því bera, að þeir hefðu veitt athygli misklíðinni milli kvenna heimilisins, og þær sjálfar breiddu glæsilega yfir það nteð því að sýna gestunum liina eðlilegustu og mest lýta- lausu alúð og ljúfmennsku í viðmóti. Og þrátt fyrir það, sem fyrir ltafði komið, virt- ist gestunum, að á Bjarkasetri myndi ríkja hið allra samræmasta og bezta fjölskyldulíf, sem hugsast gæti. Yfirhershöfðinginn var glaðlyndur náungi, þótt hann bæri með sér nokkurn yfirlætisbrag í ytri framkomu sinni. Hann gat ekki á sér setið, hann kleip létt í eyrað á Auróru og sagði: ,,Þú varst skrambi dugleg í sókn í dag; en gáðu nú að þér að hætta þér ekki of langt fram í eldlínuna!" Þegar gestirnir voru farnir, hittust þær frú Bramer og Auróra í borðstofunni. „Hvað vildi gamla konan?" spurði frú Bramer. ,,Hún bað mig um húsaskjól í elli sinni.“ svaraði Auróra. „Þekkirðu hana?“ „Hún gekk mér í móður stað, þegar ég var lítið og vanbjarga barn, og ég rek hana ekki burt aftur.“ ,,En hvers vegna fórstu ekki með hana ofan í almenningsstofuna?“ „Af því að ég ætla sjálf að sjá um hana, svo að elliár hennar verði henni léttbærari. Hún liefir átt við skort að búa alla ævi.“ „En þess háttar manneskjur getur maður ekki dregið inn á heimili sitt. Aftur á móti getur maður hjálpað þeim á þann liátt að sjá þeim t. d. fyrir vist á elliheimili og borg- að vistina þar.“ „Mér virðist það alveg miskunnarlaust að segja „þess háttar manneskjur“; ef til vill ber hún mjög af öðrum þeim, sem liér hafa verið þessa dagana.“ „En eitt ætla ég að segja þér, Auróra: á meðan ég er húsfrú á Bjarkasetri, þá skal haldið uppi virðingu heimilisins.“ „Henni verður bezt haldið uppi með því að gera gott, það hefir pabbi kennt mér.“ „Pabbi?“ svaraði frú Bramer skilnings- sl jó. „Stolz vitavörður." „Nú, hann, jæja. já, jrað er satt, Jrau voru fóstu rforeldrar þ í n ir.“ „Pabbi sagði ætíð, að mennirnir ættu að \ era hver öðrum góðir, og ég gæti sagt frá mörgum neðan úr bænum, sem komu upp til hans og spurðu hann ráða og hjálpar í vandræðum sínum, þótt hann væri bæði fá- tækur og lítillátur. Aldrei vísaði hann nein- um frá sér.“ „Eg hefi heldur ekki vísað gömlu kon- unni burt; en hún á heima í almennings- stofunni." Að svo mæltu gekk frú Bramer á brott og upp á herbergi sitt. Þar sat hún lengi og velti fyrir sér því, sem við hafði borið. Hvernig gat á jrví staðið, að Auróra lét sér svo annt um jressa gömlu konu? Það gat tæplega stafað af því, jiótt vitavörður- inn hefði innrætt henni almenna góðgerða- semi? Allt í einu datt henni nokkuð i liug: Þetta skyldi þó aldrei vera móðir hennar? Nei, Jn í að þá hefði hún birzt fyrr; jress háttar fólk er ekki vant að draga sig í hlé, er svo ber undir. Ef til vill var þetta samt sem áður áhrif frá vitaverðinum. Alltaf þurfti. að flagga jressuin manni framan í hana til að storka henni og særa. fafnvel Sylvester blygðaðist sín ekki að spjalla um, hvernig bæði Kröger læknir og ívarsen kaupmaður liefðu orðið aðrir menn og betri, síðan þeir kynntust honum, þeir sem báðir, hvor á sinn hátt, voru svo langt leiddir! Það var auðvitað Gottlieb, sem hafði sagt Iionum frá þessum kraftaverkum vitavarðarins. Hún hafði að vísu orðið þess vör, er hún hafði hann að sessunaut í hinu svonefnda fjöl- 17*

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.