Nýjar kvöldvökur - 01.07.1945, Blaðsíða 55

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1945, Blaðsíða 55
24. Kv. FLÖTTAMENNIRNIR 141 er alls ekki vitskertur, er það nokkuð læknir?“ „Nei,“ sagði ég. „En hvernig var það með .Dunning?" „Hann er dáinn. Weiner drap hann!'“ „Hvernig veiztu það; horfðir þú á það?“ „í morgun,“ sagði hann, og lét brýrnar síga, „sá ég hann liggja á bakinu, kaldan og stirnaðan. Ég sagði við Weiner. — Ég skal koma upp um þig, ég skal segja frá þessu, morðinginn þinn. Þú myrðir mig bráðum líka, ef ég kem ekki upp um þig. Þú ert morðingi. — Og hann sagði, — það veit hamingjan að ég ætti að myrða þig. Ég mundi gera heiminum mikinn greiða með því að losa hann við svona vitfirring eins og þú ert. Hafðu þig í burtu frá mér. — Þá hljóp ég burt frá honum og ég hljóp allan daginn. . . . Ég er svo þreyttur. Aumingja Rudolph er svo þreyttur. Aumingja, aum- ingja Rudolph. . . .“ Ég klappaði á höfuðið á honum. „Aumingja Rudolph, þér er svo heitt á höfðinu —“ Hann varð bálreiður. „Mér er ekkert heitt á höfðinu! Mér er alls ekki heitt á höfðinu! Þú getur heldur ekki sagt að ég sé brjálaður. Ég er ekki frek- ar brjálaður en þú!“ „Ég veit það,“ sagði ég. „Vertu þá ekki að kenna í brjósti um mig. Snertu mig ekki. Mér er ekki heitt á höfðinu!“ Hann færði sig dálítið frá mér, lagðist niður í sandinn og fór að tala við sjálfan sig í hálfum hljóðum. Ég horfði áhyggjufullur á hann nokkra stund. Loksins lagðist hann endilangur og starði á stjörnurnar á himn- inum. Varir hans hreyfðust hljóðlaust, og öðru hvoru heyrðist orð og orð á stangli. Ég heyrði: „.... Aumingja Rudolph!" einu sinni enn; og rétt áður en hann festi svefn- inn, hrópaði hann: ,,.... nei, María, nei. . . .“. Svo rikti þögnin aftur á strönd- ínni; ekkert hljóð nema öldugjálfrið, og þyturinn í trjánum í skóginum. Og svo óreglulegur andardráttur Molls, og hrot- urnar í í Telez, og bak við það allt var sorti víðáttunnar, sem beið okkar. VII. Mig dreymdi að ég vaknaði. Þegar ég opnaði augun (í draumnum) þá sat Cam- breau hinum megin við Moll og hann brosti til mín og sagði: „Sæll vertu!“ eins og hann hefði aldrei séð mig áður. „Sæll,“ sagði ég og fór að athuga, hvað hann væri að «era. o Tunglið var horfið og það var niðamyrk- ur, en samt sem áður sá ég hann mjög greinilega. Það var það undarlega við þetta. Ég var að brjóta heilann um það í draumn- um, hveynig ég gæti séð allt svona skýrt í myrkrinu. Kringum hægri handlegginn á Cambreau var hringaður höggormur. Hann var guluí á hálsinum og lyfti hausnum upp að and- litinu á Cambreau. Skoltarnir voru lokaðir og hægra megirt vætlaði blóð úr kjaftinum. í vinstri hendinni hélt Cambreau á tusku, sem hann hafði rifið úr skyrtunni sinni. Tuskan var blaut. Hann lyfti upp hendinni og þurrkað blóðið af höggorminum. „Hvað ertu að gera?‘ ‘sagði ég. „Ég er að hreinsa munninn á honum,“ sagði hann. „Það blæðir úr honum, þar sem hann missti höggtönnina." „Er þetta höggormurinn, sem beit Moll?“ spurði ég. „Já,“ sagði hann. „Er hann ekki falleg- ur?‘ „í guðs bænum," sagði ég, „settu hann niður áður en hann bítur þig líka.“ „Hann bítur mig ekki,“ sagði Cambreau. „Settu hann niður!“ „Hann bítur mig ekki,‘ ‘sagði hann. „En þú skalt ekki koma nærri honum. Ef þú ert hræddur við hann, þá bítur hann þig. Hann getur skynjað hræðslu. Hann getur líka
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.