Nýjar kvöldvökur - 01.07.1945, Blaðsíða 58

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1945, Blaðsíða 58
144 FLÓTTAMENNIRNIR N. Kv;. „Jæja, ef þú heldur áfram að glápa svona á mig, þá skal ég mölbrjóta í þér kjálka- beinið." „Þú mölbrýtur ekki neitt,“ sagði ég ró- lega. „Ekki það?“ sagði hann. „Nei,“ sagði ég. „Þú talar of mikið. Þú varst ekki svona málóða meðan Moll gat ennþá staðið á fótunum.“ „Ég er ekki hræddur við Moll,“ sagði Weiner og glotti. „Ég er ekki hræddur við nokkurn mann.“ Ég hló kuldalega. „Þú mundir ekki segja það, ef Moll væri heill heilsu. Þú mundir ekki þora að svara honum.“ „Moll getur farið til fjandans,“ sagði hann, og roðnaði. „Ég skal svara þér. Þú ert jafn vitlaus og Flaubert. Það er ekki mikið varið í þig heldur, og þú veizt það vel sjálf- ur.“ Hann gekk þangað sem Flaubert lá sof- andi. Hann hafði ekki vaknað við samtalið. „Líttu á hann. Er hann ekki skemmtileg- ur útlits? Stattu upp, Rúddi, aumingja Rúddi!“ Hann sparkaði grimmdarlega í síðuna á Flaubert. Flautlrert vaknaði kvein- andi. Honum var það ósjálfrátt. Hann þaut á fætur, starði svolitla stund á glottandi and- litið á Weiner, rak svo upp hvellt hræðslu- óp og hljóp af stað austur eftir ströndinni. Weiner horfði á eftir honum, þangað til hann var kominn í lrvarf. „Þú liefðir ekki gert þetta, ef Moll hefði staðið á fótunum,“ sagði ég. „Þú ert bleyða.“ Hann gaut til mín augunum. „Moll get- ur farið til f jandans. Ég er ekki hræddur við hann. Ég hefi aldrei verið hræddur við hann!“ Máli sínu til sönnunar, sparkaði hann í máttvana líkama Molls. Það rumdi í Moll, en hann hreyfði sig ekki. Ég gekk að Weiner og hratt honum burtu. „Láttu hann vera,“ sagði ég. Weiner starði á mig skamma stund, rak svo upp skellihlátur og hratt mér. Ég missti jafnvægið og datt endilangur á grúfu. Kvið- slitsbandið fór úr lagi, og ég fékk sáran sting; í gegnum mig. Þegar ég settist upp var Weiner enn að hlæja. Telez var að koma neðan frá sjónum og leit kuldalga á Weiner. Weiner sagðL háðslega: „O jæja. Þarna kemur þá Jesus litli!“ Telez anzaði ekki. „Hlustaðu nú á mig, hjólfætti ræfillinrt þinn,“ sagði Weiner, um leið og hann sneri sér aftur að mér, „ef þú nokkurn tíma snert- ir mig aftur, mun ég mölbrjóta hvert ein- asta bein í skrokknum á þér. Heyrir þú.. hvað ég segi? Þessi bátshöfn verður að hafa. einlrvern til að stjórna, og það er ég, skilur þú það? Ég er einræðislierra.... Hann hik- aði við og endurtók svo: „Einræðisherra, .... einræðislrerra. Það er einmitt það sem. ég ætla að verða! Einræðisherra hinna for- dæmdu; og þið skuluð fá að dansa eftir rninni pípu.“ Ég sagði: „Jæja, það er alveg ágætt. Þú. verður einræðisherra hinna fordæmdu. Þú: sérð um þetta allt saman." „Nú geturðu talað,“ sagði Weiner hissa. „Einmitt," sagði ég. „Ég hefi ýmislegt að; segja. Það verður gaman að sjá hvað þú get- ur gert, þú ert alltaf að tala urn þá sterku og . þá þreklausu, Drepa þá veikbyggðu. Lofa. þeim sterku að lifa. Það er lífsspeki Wein- ers. — Weiner sterki. Ég lrefi gaman af að sjá „En mér þætti gaman að sjá hvernig þú ferð að ráða við George Verne. Moll vildi ekki . lofa Verne að fara með okkur. Moll vissi vel, að hann mundi ekki ráða við Verne. Gott og vel. Þú ert einræðisherra. Mig lang-- ar til að sjá hvernig þú ferð að því — hvern- ig þú ferð að ráða við Veme.“ Weiner botnaði hvorki upp né niður í þessu. Hann sleikti varirnar og horfði lengí á mig. Svo leit hann á Telez. En Telez stóð bara með fýlusvip og virti lrann ekki viðlits. Að lokurn spurði Weiner: „Um hvað ertu að tal'a?'“ Framhald.-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.