Tíbrá - 01.01.1893, Blaðsíða 8
4
»En hannsöng svo fagurt í gærkveldi«, sögðu
þau hálfvegis kjökrandi, »að við getum ekki
gleymt því; hann hefur aldrei fyr sungið svo ,
fagurt, og það var þá í síðasta sinni!«
»Já, það var í síðasta sinni, er hann söng,
börnin mín, en jeg skal segja ykkur nokkuð.
Þið eruð líka oíboð-litlir fuglar, sem eigið að
starfa í heiminum, gera gott, hugga og hressa
aðra, eins og litli fuglinn, því enginn veit, hve
nær þið syngið í síðasta skipti; það getur orðið
í kvöld, og þá ríður á að hafa sungið vel, svo
aðrir minnist þess með þakklæti og fögnuði,
þegar þið eruð flogin burt«.
»En mamma«, sögðu þau, »við höfum enga
vœngi til að fljúga með«.
»Jú, þið hafið vængi, tvo skínandi fagra
vængi«, svaraði hún.
Nú urðu þau hissa, og fóru að vinda sjer til
á alla vegu til að vita, hvort þau sæi ekki
vængina sína. Nei, þau gátu ekki sjeð þá.
»Og samt haíið þið þá« sagði mamma þeirra.
Þau horfðu nú hissa á hana, því að hún
hafði aldrei skrökvað að þeim. En hvar voru
þá vængirnir?
Ilún tók þau þá brosandi í fangið á sjer og :
sagði: »Þegar þessi líkami, sem þið nú búið i,
deyr, þá verða vængirnir lausir, því llkaminn
er ekki þið sjálf, heldur hús, sem andi ykkar
býr f um nokkur ár. En vængirnir heita