Tíbrá - 01.01.1893, Blaðsíða 59
55
sitt háu verði, því þá var farið að selja hvert
brauð á 9'/2 gyllini. Þá kom varðmaður æðandi
inn til hans og sagði, að öll áin úöi og grúði
af völskum, sem stefndu að kastalanum; sumar
væru komnar í land, en sumar væru farnar
að klifra upp á kastalaveggina. Hann var og
naumlega búinn að enda sögu sína, er margar
þúsundir af banhungruðum völskum streymdu
inn um dyrnar, gluggana og göngin, til þess
að leita sjcr að einhverju æti. Þeim var sama,
livort það voru menn, korn eða hvað, þær
vildu einungis fá eitthvað að jeta.
Flótti og vörn var jafn ómögulegt. Nokkrir
hóparnir brutust þegar inn í forðabúrin, en
aðrir hópar æddu að baróninum, og tættu hann í
sundur og átu hann á fáum mínútum. Varð-
maðurinn og tveir þjónar aðrir fleygðu sjer
samstundis í bát og röru til lands og komust
þannig undan.
Þegar dauðafrcgn greifans barst út, syrgði
enginn óhamingju hans, en menn þóttust þar í
sjá rjettláta hegningu fyrir grimmd hans og
yflrgang.
Enginn þorði að koma út í eyna í marga
mánuði, þar til er érfingjar greifans lögðu á
tvær hættur með það. Var þá allt kornið upp
etið, en beinagrindin af greifanum lá endilöng
á gólfinu í einni stofunni.