Tíbrá - 01.01.1893, Blaðsíða 39
liún hætti að gráta og ásetti sjer að varpa allri
sinni áhyggju á drottinn.
Tveir menn höfðu staðið fyrir framan dyrnar
á meðan, og hlustað áPáls Gerharðs blíðu raust;
þeir gengu inn, þegar hann var búinn að lesa
sálminn, komu eins og guðs englar, sendir inn
til þeirra á þessari sorgar- og hryggðarstundu.
Mennirnir sögðu þeim, að þeir væru sendir frá
Kristjáni hertoga í Merseborg, og ættu að fara
til Berlínarborgar að leita þar uppi prest nokk-
urn, sem hjeti Páll Gerharð, er hefði nýlega
verið vikið frá embœtti; þeir ættu að bjóða
honum að koma til hertogans, því hann hefði
lesið með gleði og hluttekningu sálma þá, sem
hann hefði ort.
Hvílíkt gleðiljós skein þeim nú ekki i sorgar-
myrkri því, sem þau höfðu verið í um stund,
og hve skjótlega uppíyllti guð ekki fyrirheit
sitt og launaði Páli ríkulega traust hans á guð-
legri forsjón. Þau ferðuðust nú til Merseborgar;
þar fjekk Páll Gerharð fyrst heiðurslaun hjá
hertoganum,. og seinna varð hann prestur í
Libben, og þar var hann þangað til hann dó
1G76. Sálmurinn komst seinna í hendur hins
þýzka kjörfursta Friðriks Vilhjálms, og fjekk
svo mjög á hann, að hann spurði ráðgjafa sinn,
hver hefði ort hann. Ráðgjafinn svaraði: »Hinn
sami Páll Gerharð, sem yðar tign vjelc frá em-
bættinu og rakíútlegð«. Kjörfurstinn skelfdist
3*