Tíbrá - 01.01.1893, Side 10

Tíbrá - 01.01.1893, Side 10
6 þar sem hún hjekk á veggnum og gaf til kynna tímann smátt og smátt, með hægum, en jöfnum höggum. Samt vildi hann reyna, hvernig færi. Læddist hann því ofur-hægt heiin, fór inn í baðstofuna, og þá er hann sá, að enginn var inni, færði hann vísirinn á klukkunni hægt og hægt einn klukkutíma aptur á bak, svo að klukkan varð 5, en átti að vera 6. Að því búnu tærði hann líka úrið sitt, og fór aptur út til leika sinna. Nú kom nágranni föður hans, sem enga klukku átti, þangað. Hvað er klukkan, sagði hann ? Bóndi leit á hana og sagði: »Hún er 5«. »Jeg er hissa á, hvað þessi tími hefur verið langur. Klukkan er þá ekki nema 5, sagði nágranninn; þá fer jeg ekki að sækja hestana undir heylestina mína fyr en eptir klukkutíma; jeg átti að fá þá Ijeða, þegar klukkan væri orðin 6, en ekki fyr, og jeg er svo hræddur unx rigningu. Það er allt af eins notalegt að þuida að fá til láns hjá öðrum«. »En hver veit, nerna að klukkan mln sje of sein«, sagði 'bóndi; »hann Jónki minn á úr, sem gengur rjett, og jeg skal vita, hvort það er ekki meira en 5«. Gekk hann þá út á balann og kallaði: »Sýndu mjer úrið þitt Jón«. Jón tók upp úrið sitt. »Jú, öldungis rjett, það

x

Tíbrá

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíbrá
https://timarit.is/publication/515

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.