Tíbrá - 01.01.1893, Blaðsíða 52
48
Þá skipaði prinzinn þeim að taka upp gleði,
■og sjómennirnir tæmdu þessar þrjár ámur.
En prinzinn og hans fylgdarmenn dönsuðu í
tunglsljósinu á þilfarinu. Þá er »Hvíta skipið«
fór loks út úr höfninni, var enginn ódrukkinn
maður innanborðs. Þeir undu upp segl og röru.
Fitz-Stephen sat við stýrið. Hefðarfrúrnar vöfðu
sig innan í skrautkápur sínar í næturgolunni,
töluðu, hlógu og sungu, og ungu aðalsmennirnir
tóku þátt i því með þeim.
Prinzinn skipaði sjómönnunum að róa enn
harðara Iívíta skipinu til heiðurs, og þeir hertu
feikna mikið róðurinn. Brestur! Ottalegt vein
kom frá hjörtum 300 manna í einu. Það var
veinið, sem mennirnir á konungsskipunum höfðu
heyrt berast með golunni. »IIvíta skipið« hafði
■ siglt upp á klett og var að sökkva. Fitz-Step-
hen dreif prinzinn ofan í bát og fáeina aðals-
menn með honum.
»Farið af' stað« sagði hann lágt, »og róið til
lands. Það er hjeðan skammt á burtu, og bezta
sjóveður. Vjer liinir verðum að deyja hjer«.
En er þeir röru frá skipinu, sem var að sökkva,
heyrði prinzinn angistarvein greifadótturinnar
af Perche, systur sinnar. fíann hrópaði örvænt-
ingarfullur: »Róið aptur að skipinu; jeg þoli
•ekki að heyra til hennar«. Hann hafði aldrei
fyr í lífi sínu verið eins viðkvæmur og núna.
Þeir röru aptur að skipinu, og í því er prinz-