Tíbrá - 01.01.1893, Blaðsíða 31
27
þerraði svefnirm tárin af augum þeirra og
læknaði í bráð sorg þeirra og sársauka.
Það var friðsæl sjón, að horfa út um glugg-
ann á prestssetrinu um miðmorgunsleyti, þegar
húsfreyja leit út. Sólin var þá komin upp og
kastaði blíðum geislum yfir allt, og var tarin
að milda hið svala næturlopt.
Snjórinn á heiðinni fyrir handan fjörðinn var
svo hvítur og bjartur í samanburði við lilíð-
arnar, sem voru orðnar rauðar og auðar.
Sjórinn var, rjett eins og himininn, heiður og
blár, og blessuð lóan söng með skírum og blíð-
um róm: »Dýrðin, dýrðin«. Iíún liafði ekki látið
sjá sig fyrri, og var eins og hún, um leið og
hún vegsamaði skapara sinn, byði fólki gleði-
legt sumar. Húsfreyja fór á fætur, setti upp
kaffiketilinn og fór svo að sœkja gjafirnar, því
hún ætlaði að færa öllum þær í rúmið. Þar eð
Eggert og Þóra sofnuðu svo seint og sváfu svo
fast, tímdi hún ekki að vekja þau; en hin
börnin ásamt öllu fólkinu, fóru á fætur og fögn-
uðu hinu fríða og inndæla sumri. Þennan dag
áttu allir frí, og þegar morgunverk voru búin
og búið að lesa lesturinn, fóru allir í alls konar
leiki, og hver skemmti sjer, sem bezt hann
mátti.
Klukkan var orðin 12, þegar Eggert og Þóra
vöknuðu. Þau risu nú upp á handlegg sjer og
litu út um gluggann. En hvað sáu þau? Syst-