Tíbrá - 01.01.1893, Blaðsíða 9
5
trú og von, og þegar sálin verður laus, fijúgið
þið með þeim í guðs miskunnar faðm, þangað
sem frelsari ykkar er farinn á undan, og þar
munuð þið sjá ástvini ykkar og fá að vera hjá
mömmu, vona jeg«.
Ljet hún þau þá niður úr fanginu og sagði
umleið: »En munið eptir þvi, að vera glöð og
syngja vel, eins og litli fuglinn gerði, því hvert
kvöld getur orðið síðasta kvöldið ykkar*.
Klukkan geng-ur ekki rjett.
Einu sinni voru mörg börn að leika sjer;
þau voru á ýmsum aldri, bæði ung og gömul.
Jón litli átti úr, sem pabbi hans hafði gefið
honum í afmælisgjöf, og bar hann það jafnan
í vasa sínum. Pabbi lians sagði við hann:
»Nú máttu leika þjer, þangað til ldukkan er
orðin 6, þá verðurðu að fara að smala ánum.
Mundu nú það«.
Börnin hlupu nú til leika sinna, fóru í felu-
leik og skollaleik og skemmtu sjer á ýmsan hátt,
sem þeim líkaði bezt. Tíminn leið fyr en þau
varði; Jón leit á úrið sitt, og það var nærri
því orðið 6; hann langaði enn þá að leika sjer—
en hvað var þar við að gera — að færa úrið,
hugsaði hann, en það dugði ekki, því að lmnn
sá, að þá varð hann líka að færa klukkuna
hans pabba sins. Hann hugsaði, að það gæti
verið, að pabbi sinn sæti inni í baðstofunni,