Tíbrá - 01.01.1893, Blaðsíða 57
sjálfákveðnu lágu verði allt korn nágranna
sinna. Það vnr kænskubragð að kaupa það,
þvi að hann hefði hæglega getað tekið allt
kornið hringinn í kring um sig fyrir alls ekki
neitt. En þá mundu afieiðingarnar hafa orðið
þær, að enginn einasti maður mundi hafa ræktað
korn, svo að hann hefði einungis getað tekið
eins árs uppskeru. En hann vildi og sýnast
góðgjarn og rjettsýnn, en notaði sjer þó neyð
þeirra. Kornið, sem hann hafði fengið með
þessu móti, sendi hann til Italiu og fjekk hátt
verð fyrir það. En optast geymdi hann það,
þangað til er harðnaði í ári og ákvað þá verðið
á því sjálfur.
Eigur hans jukust ár eptir ár við rán og of-
beldi, sem hann hafði í frammi á allar lundir,
og það var almennur spádómur, að hann fengi
einhverja eptirminnilega skript, áður hann dæi.
Það leit út fyrir, að dráttur ætlaði að verða á
þvi. Þó varð það um sfðir.
Graff greifi var nú orðinn gamall maður, en
grimmur og harðbrjósta í meira lagi.
Þá kom mikið hallæri upp i landinu, sem
kom til af því, að sumarið og haustið var svo
vætusamt, að kornið gat ekki þroskazt, en var
hvanngrænt, þá er vetrarsnjóarnir komu. Hung-
ursneyðin keyrði fram úr hófi. Margir dóu, og
auðmennirnir voru orðnir blásnauðir, af þvi að
öll matvæli voru svo dýr. Allir liðu nauð nema