Lítið ungsmannsgaman - 01.01.1852, Blaðsíða 27
27
nokkur að nafni Eiríkur, ómerkilegur bónda-
drengur. Hann hafði aldrei áður að lieiman
farið, og fátt sjeð af furðuverkum manna.
Daginn eptir, þegar Eirikur var búinn að livila
sig eptir ferðina, hugsaði liann sjer að nota
timann til að sjá sig um í þessari hinni stóru
horg, svo hann hefði frá nokkru að segja, er
liann kæmi heim aptur. Hann fer þá og geng-
ur fram og aptur um strætin, stendur og star-
ir í öðru hvorju spori, og þykir mikið urn dýrð-
ir. Loksins kemur hann að dómkirkjunni, sem
var allra kirkna prýðilegust í borginni. Iiann
skoðar hana alla utan, en nægir |>að ekki, svo
liann kaupir af lyklaverðinum fyrir nokkra
skihlinga, að mega fara upp í turninn og horfa
yfir borgina. Og nú er Eiríkur úr sögunni
fyrst um sinn.
Dagur var að kveldi kominn, og allt var
með kyrrð og spekt í borginni, þangað til menn
allt í einu vita ekki fyrri til, en allur borgar-
lýðurinn er kominn í uppnám. Klukkuin var
hringt í öllum kirkjum, eins og vant varþegar
einhver voði var á ferðum t. a. m. eldsbruni
eða upphlaup. Ilvert manns barn hljóp út úr
húsunum, og svo var mannþröngin mikil á