Lítið ungsmannsgaman - 01.01.1852, Blaðsíða 7
T
J. Hvað er barnið gamallt?
^egar jeg var ungur drengur, kallaöi faðir
minn á mig einn clag, og fór aö kenna mjer að
|>ekkja á klukkuna. Hann sagði mjer tii hvers
langi vísirinn væri, að liann ætti að sýna mínút-
urnar, en minni visirinn væri til f>ess að sýna
stundirnar. Líka skipaði hann mjer að læra alla
tölustafina á skífunni; og ekki jjekk jeg að
sleppa, fyr en jeg kunni allt upp á mínar tíu
fingur. - Oðar en jeg var búinn að læra þetta,
hljóp jeg út, og fór að leika mjer við drengina.
En faðit minn kom á hælana á mjer, kallaði á
mig og sagði: bíddu dálitið við, Andrjes! jeg
þarf að segja þjer nokkuð meira. Jeg varð
hissa og hugsaði með sjálfum mjer, hvað það
gæti verið, sem jeg þyrfti nú að læra, því jeg
þóktist þekkja eins vel á klukkuna, og faðir
minn sjálfur.
„Andrjes! sagði hann, jeg er nú búinn að
segja þjer, livernig þú átt að fara að því, að
vita æfinlega hvað framorðið er dags; en jeg
þarf nú líka að kenna þjer, hvernig þú skalt
fara að vita, hvað framoröið sje æfi þinnar".
Jetta þókti mjer þyngri þrautin, og jeg skyldi
ekkertí því; beiö jeg þess með óþolinmæði, að