Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1998, Blaðsíða 16

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1998, Blaðsíða 16
16 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ ert við því að enginn getur hafa verið á undan Sigurjóni í Sjómannasamtök- unum með elliheimilishugmyndina, þar sem hann nefnir hana strax á und- irbúningsfundinum 8. mars 1937. As- geirs er þar ekkert getið, hvorki að hann hafi verið á þeim fundi né hafi hann þar viðrað þessa hugmynd um dvalarheimili fyrir „uppgefna sjó- menn“. Asgeir er fyrst nefndur í gögnum í Fulltrúatalinu 1938 og er þó alls ekki fyrir það að synja að hann hafi verið staddur á undirbúnings- fundinum 8. mars 1937. Það var lengi að mótast hvernig menn vildu hafa hið væntanlega heimili og þessar hug- myndir, elliheimilis- og dvalarheimil- ishugmyndin, tengjast síðan hvor annarri. Sigurjón fylgdi sinni hug- mynd strax eftir og kom henni inn í fyrstu stefnuskrá samtakanna 1939. Þessa ber Sjómannasamtökunum að minnast um leið og þau minnast stofnenda samtakanna, vegna þess að þetta mál varð líftaug þeirra. Á hverju er sjómannastéttinni mest þörf? Með Sigurjóni í Stefnuskrárnefnd voru úrvalsmenn, mjög sama sinnis og hann, þannig að í nefndinni náðist einróma samstaða. Hinir nefndar- mennirnir voru: Guðbjartur Olafsson hafnsögumaður, Þórarinn Guðmunds- son sjómaður í Hafnarfirði, Grímur Þorkelsson stýrimaður og Júlíus Kr. Ólafsson vélstjóri. Þessir menn allir áttu eftir að eiga sér langan aldur í samtökunum og vera þeim kjölfesta. Stefnuskrárnefndin vann rösklega, nefndir gerðu það í gamla daga, enda höfðu menn ekki kaup fyrir að sitja, og hún skilaði tillögu ásamt langri álitsgerð 28. mars 1939. Þar segir meðal annars: „Vér undirritaðir nefndarmenn, sem kjörnir vorum af Sjómannadags- ráðinu til þess að íhuga og gera tillög- ur um hvert skuli vera aðalviðfangs- efni og markmið sjómannastéttanna er að Sjómannadeginum standa, um- fram það sem felst í reglum fyrir Full- trúaráð stéttarfélaga sjómanna um starfssvið Sjómannadags, og þá fyrst og fremst í hvaða augnamiði fé því skuli varið sem til fellur árlega, sem hagnaður af hátíðarhöldum Sjó- mannadagsins, höfum orðið sammála um ákveðna tillögu um þetta efni. I reglum Sjómannadagsins, 2. gr. D-lið, er svo ákveðið: „að beita sér fyrir menningarmálum varðandi sjó- mannastéttina.“ „Vér lítum svo á að undir þennan lið heyri mál það, sem nefndinni er ætlað að leysa, og benda á hvert sé það menningarmál sem fyrst og fremst skuli lögð áhersla á að beita sér fyrir og sem fjármagn þurfi til.” Nefndin lagði til grundvallar at- hugun sinni: Á hverju er sjómanna- stéttinni mest þörf, og sem líkur benda til að þjóðfélagið ekki hefjist handa um, og enn fremur það hvaða viðfangsefni það væru sem hin ýmsu stéttarfélög væru samhuga um að vinna að og gætu komið öllum ein- staklingum innan starfsgreina sjó- mannastéttarinnar að jöfnum notum á sínum tíma. „Hér hjá oss er ekkert slíkt heimili til“ Margt gat komið til greina í þess- um efnum og stefnuskrárnefndin minnist á ýmis þjóðþrifamál sem þeg- ar eru komin á rekspöl að meira og minna leyti, llest fyrir atbeina „þjóð- félagsins", svo sem fræðsluntál sjó- manna og sjúkra- elli og örorkutrygg- ing. Síðan segir: „Á síðasta aldarfjórðungi hefur stórfelld breyting farið fram í þjóðfé- lagi voru. Meira en helmingur þjóðar- innar, eða nær 60%, býr nú í bæjum og kauptúnum. Samfara þessu hefur ekki hvað minnst orðið stórfelld breyting á aðstæðum öllum meðal sjómannastéttarinnar. Frá því að búa í sveit og stunda sjómennsku nokkurn hluta ársins, bæði á þilskipum og opn- um skipum, og stunda ekki aðra at- vinnu þegar hana er að fá. Á sama tíma hefur vaxið upp ný stétt, far- mannastéttin, sem gera má ráð l'yrir að eigi vaxtarskilyrði fyrir höndum. Það mun því að líkindum sækja í sama horf, eins og þekkt er meðal far- manna og fiskimanna annarra þjóða, og er þegar farið að koma einnig í ljós hjá okkur, að allstór hundraðshluti þeirra manna, sem hafa gert far- mennsku eða fiskveiðar að lífsstarfi sínu, eru eignalausir einstæðingar á elliárunum, sem ekki komast að öðr- um störfum hjá þjóðfélaginu, og í mörgum tilfellum brestur kunnáttu til annarra starfa, en í öðrum tilfellum óhæfir til starfa. Fyrir slíka menn hef- ir meðal stórþjóðanna verið komið upp elliheimilum, sem að vísu full- nægja ekki þeirri miklu þörf sem þar er fyrir hendi. En hér hjá oss er ekkert slíkt heimili til, sem er hliðstætt þess konar heimilum erlendis.“ „Oss er ljóst að það getur tekið rnörg ár,..“ Enn segir í áliti fimmmenninganna í nefndinni: „Vér lítum svo á að langt muni í land til þess að slík elliheimili fyrir sjómenn verði reist af hinu opinbera, ríki eða bæjum, og teljum því að sjó- mannastéttinni gefisl hér kærkomið tilefni til að beita sér fyrir fjársöfnun til stofnunar elli- og hvíldarheimilis fyrir aldraða sjómenn. Hér er um menningar- og mannúðarmál að ræða, sem vér trúum á að allir geti orðið santhuga um að vinna að. Oss er ljóst að það gelur tekið mörg ár að safna nægjanlega stórum sjóði, til þess að byggja stórt og veglegt elli- heimili, enda reynsla fyrir því í þjóð- félagi voru að mörg menningarfyrir- tæki eða stofnanir hafa þurft langan undirbúning. Það er skoðun vor, að í sambandi við elliheimili sjómanna þurfi að vera vinnustofur, þar sem einstaklingum er gert mögulegt að vinna að einu og öðru sem þeir hafa kunnáttu til. Vér leggjum því svohljóðandi til- lögu fram til ályklunar: Sjómannadagsráð samþykkir að vinna að því nú þegar og í nánustu framtíð, að safna fé til stofnunar elli- og hvíldarheimilis fyrir aldraða far- menn og ftskimenn. Til sjóðsins renni: 1) Nettóhagnað- ur af hátíðahöldum hvers Sjómanna- dags, sem ráðið á hverjum tíma telur að hægt sé að leggja til hliðar. 2) Aðr- ar tekjur, sem sjóðnum áskotnast, svo sem: áheit, minningar- og dánargjafir, svo og samskot sem Sjómannadags- ráðið kynni að beita sér fyrir. Fallist Sjómannadagsráðið á þessar tillögur vorar og samþykki að stofna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.