Sjómannadagsblaðið - 01.06.1998, Blaðsíða 103
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
103
séð harðfiskhjall við hús í útjaðri
þorpsins. Ég hljóp nú að húsinu og
spurði húsráðanda hvort hann ætti
hjallinn og hvort hann herti fisk.
Hann kvað svo vera, en nú ætti hann
bara engan harðfisk, það færi allt í
skipin. Hann hélt að ég vildi kaupa
harðfisk. En ég sagði honum að niðri
á bryggju væri eitthvað á annað tonn
af fiski sem við gætum ekki tekið og
mætti hann eiga það ef hann tæki það
strax. Gæti hann grafið það í skaflinn
við hjallinn fram yfir hátíðina. Mað-
urinn tók boðinu fegins hendi, og
þegar ég leit næst upp úr lestinni var
hann kominn með stóran sleða og
kassa á og tvo dugnaðarlega stráka
með sér og farinn að tína upp í kass-
ann.
Rétt fyrir kvöldmatinn var búið að
loka lestunum og ganga frá á dekkinu
og beið nú kokkurinn með jólasteik-
ina. Menn þvoðu sér og rökuðu sig og
fóru í hrein föt, því lítið hafði verið
um svefn og hreinlætisiðkanir þessa
daga. Þegar búið var að borða bauð
skipstjóri upp á jólavindla og tilkynnti
að látið yrði úr höfn strax eftir mið-
nætti. Við höfðum heyrt að aftansöng-
ur yrði í kirkjunni klukkan átta um
kvöldið og ákváðum við Bjarnleifur
að fara þangað. Þótt kirkjan væri sem
næst fullsetin hafði presturinn veitt
okkur athygli og í lok stólræðu fór
hann nokkrum hlýlegum orðum um
sjómannastéttina og þakkaði okkur
komuna í kirkjuna og bað okkur vel-
farnaðar.
Lárus býður Bretunum
byrginn
Um miðnætti voru landfestar leyst-
ar og haldið af stað austur fyrir
Langanes. Norðaustan storm-
hraglandi og þungur sjór var fyrir
Fontinn og auðséð að veður færi
versnandi þar norður frá. En við sett-
um stefnu suður með austurlandi og
stefndum á Butt of Lewis á austur-
enda Hebridseyja og ætluðum síðan
suður sund, sem kallað var.
Aðra nóttina í hafi á milli íslands
og Færeyja, í svarta myrkri og byl,
rann allt í einu svartur skuggi fram
nieð síðunni til kuls og ógnandi fall-
byssur bar við loft. Við Markús biðum
spenntir eftir hvað við tæki. Eins og
Á síldveiðum.
áður hafði verið fyrirskipað greip ég
vélarrúmsflautuna og blés þrisvar í
hana, en það átti að vera hættuaðvör-
un til allra sem sváfu aftur í, og höfð-
um við fyrirskipun um að nota hana
við minnsta tilefni.
Sem við Markús stóðum þarna og
biðum, var allt í einu beint að okkur
sterku kastljósi eitt augnablik og sterk
rödd í hátalara spurði á ensku hvert
skipið væri, hvaðan það væri komið,
hvert það væri að fara og hver farmur-
inn væri. Þessu var strax svarað og að
augnabliki liðnu hvarf eftirlitsskipið
út í nætursortann.
Ferðin til Englands gekk síðan
klakklaust, þar til kom að eyjunni
Mön í Irska kanalnum, en þar er um
mjótt sund að fara milli sandbakka og
lands. Þar var athugunarstöð hersins
og þar urðu menn að gera grein fyrir
sér og máttu ekki fara um í myrkri,
heldur urðu að bíða birtu.
Nú stóð svo á að fyrir utan oddann
var stormur og leiðinda sjór, en fyrir
innan oddann á Ramseybugtinni var
sléttur sjór. Komið var myrkur og
samkvæmt fyrirmælum áttum við að
halda sjó fyrir utan um nóttina, þó
hart væri.
En Lárus Þ. Blöndal var ekki mik-
ið fyrir það að fara eftir reglum sem
aðrir höfðu sett. Hann hélt því fullri
ferð og stefndi í sundið og skipaði
okkur Halldóri Guttormi að fara fram
undir hvalbak og gera akkerið klárt.
Þegar við fórum að nálgast stöðina
var beint að okkur sterku kastljósi og
síðan farið að morsa, en Lárus gegndi
engu. Allt í einu kvað við rosaleg
skotdruna og fallbyssukúla skall í sjó-
inn rétt fyrir framan skipið. Við Hall-
dór tókum til fótanna og ætluðum að
hlaupa aftur á, því við þóttumst vita
að það sem fljúga mundi í næsta skoti
væri hvalbakurinn og væri þá ekki
gæfulegt að vera undir honum.
En Lárus var hinn harðasti og skip-
aði okkur að gera það sem okkur væri
sagt möglunarlaust og vera ekki að
neinum helvítis spretthlaupum. ”Þess-
ir aumingjar eru allir rangeygðir og
hitta aldrei það sem þeir miða á,”
sagði hann, og í þeim töluðum orðum
skall önnur kúla í sjóinn fyrir framan
skipið og í svipaðri fjarlægð og hin
fyrri. Hægðist okkur Halldóri þá held-
ur og fórum við að gera okkur vonir
um lengri lífdaga. Þegar við vorum að
koma inn fyrir oddann á sléttan sjó og
renndum upp á leguna og létum akk-
erið falla, heyrðum við mikinn undir-
gang í bílum í landi og virtist allt þar
á ferð og flugi og stöðugt verið að
morsa í gríð og erg.
”Þeir geta bundið sínar
kollur sjálfir!”
Rétt eftir að við vorum búnir að