Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1998, Blaðsíða 102

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1998, Blaðsíða 102
102 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ Breskum vopnum og brotsjóum ögrað Pétur Kr. Bjarnason segir frá viðburðaríkustu siglingunni af 30 sem hann fór yfir hafið á stríðsárunum Það er vetur á ísafirði og hallar að jólum árið 1941. Það er stríð í heimin- um og þýskir kafbátar og flugvélar skjóta á íslenska fískimenn hvar sem til þeirra næst, jafnt við strendur landsins sem á úthafinu. Richard hafði komið úr söluferð um mánaða- mótin nóvember og desember. Það hafði verið ógæftasamt undanfarið og lítið aflast. Flutningaskipin, bæði inn- lend og erlend, höfðu hópast saman við bæjarbryggjuna og lágu þar í röð- um hvert utan á öðru. Það var ekki gæfulegt útlit með að fá fisk til flutn- ings á næstunni, þar sem allir urðu að fara í röðina, hvort sem um var að ræða innlend skip eða erlend leigu- skip frá hernumdu löndunum, aðal- lega frá Noregi, Danmörku og Frakk- landi. Sömu fréttir var að hafa frá öll- um stærri verstöðvunum. Um vorið höfðu þýskir kafbátar haft sig sérstaklega mikið í frammi um manndráp og skipaeyðingar á siglingaleiðinni milli fslands og Eng- lands. Fyrst var ráðist á Fróða og drepnir fimm menn. Þeim sem eftir lifðu tókst að koma skipinu til hafnar í Vestmannaeyjum. Næst hvarf Reykjaborg, stærsti togari íslendinga, í fyrstu með öllu, en síðar fundust tveir menn á fleka sem gátu skýrt frá atvikum. Pétursey fór frá ísafirði 10. mars og sást síðast við St. Kildu og hafði þá stefnu á Irska kanalinn og hélt eðlilegri ferð og allt virtist vera í lagi um borð. Þeir hafa því örugglega verið komnir langleiðina að áfanga- stað þegar þeir mættu örlögum sínum vegna árásar kafbáts, eins og síðar hefur komið fram. í ágústmánuði fór Jarlinn frá Fleetwood áleiðis til ísa- fjarðar með ellefu manna áhöfn og hefur aldrei til hans spurst síðan. Um vorið, þegar skipatöpin voru sem mest, höfðu siglingar stöðvast og legið niðri um tíma, meðan verið var að koma skipulagi á þær, svo menn fengjust til að hefja þær aftur. En það varð að gerast, því allt atvinnulíf hafði hreinlega stöðvast og allir flutn- ingar að og frá landinu lágu niðri. Loks var tekinn upp sá háttur að tog- arar skyldu sigla í samfloti tveir og tveir, en smærri flutningaskipin ráða sínum ferðum, svo sem verið hafði. Lagt upp í ”skraptúr” Richard var fyrsta skipið sem sigl- di eftir stoppið og að lokinni þeirri ferð fór skriðan af stað aftur. Við fengum gefnar upp stefnur og vegalengdir sem við áttum að fylgja í alls konar krókaleiðum, sem hefðu lengt siglinguna til muna og aukið hættuna á að skemma fiskinn. Þessum fyrirmælum var lítið fylgt en stefnan sett frá nesi til ness og síðan látið arka að auðnu. Þegar svo var ástatt sem í þetta skipti, þá fóru minni skipin stundum á ”skrap”, eins og það þá var kallað. Það er að segja að farið var á minni útgerðarstaðina sem stærri skipin gátu ekki sinnt vegna hafnleysis og l'engið sitt lítið af hverju, uns farmi var náð. Það þóttu erfiðir og oft leiðinlegir túr- ar og þar sem leið að jólum tóku fjöl- skyldumenn sér frí. Skipstjórinn, Ey- þór Hallsson og stýrimaðurinn Pétur Þorsteinsson fóru báðir í frí til Siglu- fjarðar og í stað þeirra komu Lárus Þ. Blöndal, fyrrum skipstjóri hjá Eim- skip og víðar, og Markús Sigurjóns- son stýrimaður frá Reykjavík. Ymsir íleiri fóru einnig í frí. Vélstjórar í þessari ferð voru Bjarnleifur Hjálm- arsson og Snorri Halldórsson og kokkur var Pétur Friðsteinsson frá Reykjavík. Hásetar voru Pétur Bjarnason, Halldór G. Halldórsson frá Bolungarvík og Gunnar frá Vatni, en hann var frá Siglufirði og fyrrum skipstjóri þar. Við fórum frá Isafirði eftir miðjan desember og héldum fyrir Horn og inn á Húnaflóa áleiðis að Gjögri. Það er óhrein leið um að fara og engin glæsisigling í skammdegismyrkri og byl með áttavitann og vegmælinn eina að leiðarljósi, eins og þá var venjan. A Gjögri kroppaðist eitthvað og síðan var haldið til Steingrímsfjarðar og þræddir allir smástaðirnir — Drangs- nes, Hamarsbæli og Hólmavík. Hvar sem nokkur trilla reri þótt sjálfsagt að sækja hvað sem fékkst. Eftir nokkurn tíma gekk út í norð- austan átt á vestanverðu landinu og auðséð að ekki yrði róið á þessum stöðum á næstunni. Komið var um hálffermi í skipið og því þörf á viðbót sem fyrst. Þá voru engar veðurfréttir nema á símstöðvunum. A símstöðinni á Hólmavík fréttum við að gott veður væri á norðaustur- landi og að skip sem verið hafði á skrapi á því svæði væri að fylla og ekki vitað um annað á slóðinni. Því var fljótlega haldið af stað austur og byrjað í Flatey á Skjálfanda og síðan farið til Húsavíkur. En nú leið óðum að jólum og allir voru að hætta að róa, en af stað urðum við að komast fyrir jól, til þess að ná í markaðinn eftir jól- in. A Þorláksmessu tókum við á Húsavík fiskinn frá deginum áður og nokkrir trillukarlar á Raufarhöfn höfðu lofað að róa sama dag, ef við keyptum aflann úr róðrinum, hvort sem við þyrftum hann eða ekki. Við komum til Raufarhafnar á að- fangadag og lá fiskurinn frá deginum áður á bryggjunni, ísaður í snjó. Við gengum þegar í að koma honum nið- ur í lestina en fljótlega kom í ljós að einhver afgangur yrði. Markús stýrt- maður hafði orð á því að láta hann á dekkið og henda honum svo þegar við værum farnir, heldur en að skilja hann eftir á bryggjunni. Ég hafði oft komið til Raufarhafn- ar áður og minntist þess að ég hafðt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.