Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1998, Blaðsíða 71

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1998, Blaðsíða 71
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 71 / kirkjugarðinum í Ploubazlanec er að finna „minningarvegginn “ sem á eru festir skildir með nöfnum sjómanna sem týndust við strönd hins fjarlœga ís- lands. (Ljósm.: Gitðjón Ármann Eyjólfsson) Pompól eru lil mörg nöfn sem minna á forna frægð Islandsferðanna, eins og íslendingabryggja, íslendingagata og íslendingakrá og í Fort Mardyck eru götunöfn íslensk (rue = gata) og heita t.d. rue Faskrudsfjördur, ruelle Reikjavik og ruelle Budir. Skipin voru við veiðar við suður- og suðausturströndina yfir vetrarver- tíðina. Skip frá Dunkerque og Gra- velines héldu sig mest við suðvestur- ströndina og Vestmannaeyjar, en skip- in frá Pompól voru mest út af Aust- fjörðum. Flandrarar söltuðu fiskinn í tunnur, en Bretónar frá Pompól í lest- ina og umsöltuðu. I maí komu sérstök flutninga- og birgðaskip og tóku fisk frá skútunum, en þær fluttu sig með þorskgöngunni á miðin út af Vest- fjörðum. Hækistöðvar Það fór ekki hjá því að mikil við- skipti væru við frönsku fiskimennina og komu þeir sér upp bækistöðvum. Á Austfjörðum var aðalbækistöð þeir- ra á Fáskrúðsfirði, en á Vestfjörðum f Haukadal í Dýrafirði, einnig voru þeir mikið á Patreksfirði og reyndar víðar um landið. Skipin komu að sjálfsögðu oft inn til Reykjavíkur og Vestmanna- eyja. Á Fáskrúðsfirði, í Vestmannaeyj- um og í Reykjavík reistu Frakkar sjúkrahús skömmu eftir aldamótin. Á Fáskrúðsfirði 1903, sjúkrahús með 17 rúmum og í Reykjavík 1902 (síðar gagnfræðaskóli og tónlistarskóli við Lindargötu) með 20 sjúkrarúmum og í Vestmannaeyjum árið 1906. Franski spítalinn í Vestmannaeyjum, eins og hann var alltaf kallaður, hafði 9 sjúkrarúm og var þar eina sjúkrahúsið til 1928 og með 22 sjúkrarúm þegar flest var. Sjúkrahúsin voru mjög vel búin og þar voru franskir læknar og hjúkrunarfólk ásamt íslenskum lækn- um. Bæði íbúar viðkomandi staða og aðrir erlendir sjómenn, enskir, þýskir, færeyskir, sem voru hér hundruðum saman á þessum árum, nutu góðs af þessari þjónustu og framtaki Frakk- anna. Auk þess voru hér á miðunum frönsk spítala- og hjálparskip sem voru rekin af líknarfélaginu L'Oeuvr- es de Mer og er þekktast Sankti Páll, sem strandaði austur á söndum Skaftafellssýslu og sér þess enn víða vott í vönduðum húsavið þar eystra og á Byggðasafninu í Skógum. Erfitt líf Þó að útgerðarmenn hefðu drjúgar tekjur af Islandsveiðunum, sem hleyptu nýjum krafti í þær borgir og héruð þaðan sem skipin komu, var þetta ekkert sældarlíf hjá sjómönnun- um. Þrotlaus vinna eftir að komið var á miðin og útivistir miklar, sjö mán- uði að heiman frá konu og börnum án nokkurs sambands utan stopulla bréfaskrifta. Mannskapinn hrjáði bæði vosbúð og alkóhólismi. Áfengi var veitt um borð á hverjum degi, eins og siður var hjá bæði Bretum og Frökkum á þessum tfma og fór ótæpi- leg áfengisneysla illa með marga. Hreinlætisaðstaða var í lágmarki um borð en þegar komið var að landi á ís- lenskum fjörðum þvoðu frönsku sjó- „Lestarstrákarnir “ (Les Souillés de Fond de Cale)frá Pompól, sem heimsœkja munu Island í byrjun júní og skemmta á Sjómannadaginn með söng sínum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.