Sjómannadagsblaðið - 01.06.1998, Blaðsíða 59
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
59
var nokkuð gott bókasafn í Brunna-
staðaskólanum. Það sótti ég talsvert
og man að ég las meðal annars sitt-
hvað eftir Gest, Einar H. Kvaran og
fleiri sem barn.
Við bræðurnir fengum snemma að
kynnast sjónum, því við vorum ekki
gamlir þegar við fengum að fljóta
með á árabát út í þarann sem kallað
var. Pabbi var enda sjómaður alla
ævidaga sína, þótt svolítill búskapur
væri að vísu stundaður heima. Fram-
an af reri hann á árabátum frá Vatns-
leysu en eignaðist síðar tólf tonna bát
sem hann gerði út í nokkur ár en
missti. Eftir það eignaðist hann minni
bát, en endalok hans urðu þau að hann
rak upp í óveðri og brotnaði. Þá fór
hann út í trilluútgerð og reri að heim-
an í nokkrar vertíðir. En frá sumrinu
1930 var hann með ýmsa mótorbáta
allt fram á stríðsárin, og síðan endaði
hann sína sjómennsku sem háseti og
bræðslumaður á togurum í upp undir
tuttugu ár.“
Tólf hásetar með full réttindi
„Ég byrjaði að sækja sjó frá
Reykjavík 1936 á fimmtán lesta bát
sem hét Fram, en faðir minn var með
þennan bát, og veiddum við síld í rek-
net. En við þetta var ég þó aðeins í eitt
sumar og byrjaði á togara á vetrarver-
tíðinni 1937, þá sextán ára. Þetta var
togarinn Otur frá Reykjavík og veidd-
um við í salt. Skipstjórinn var Nikulás
Jónsson. Ekki voru þetta langar ver-
tíðir, aðeins rúmur mánuður eða svo.
Áhafnir voru sem kunnugt er fjöl-
mennar á saltfiskfiskiríi í þá daga og
minnir mig að við höfum verið 33-34
á. Enda var þetta hörkuvinna og þörf
fyrir margar hendur. Um sumarið fór
ég svo á síldveiðar á sama skipi og þá
vorum við með snurpunót l'yrir Norð-
urlandi.
Vertíðina 1938 var ég svo á togar-
anum Ólafi og enn á síldveiðum um
sumarið. Um haustið fórst Ólafur
meðan hann var að veiðum fyrir Vest-
fjörðum, var að fiska í ís fyrir Þýska-
landsmarkað. Meginástæða þess að
ég var ekki um borð var sú helst að ég
fékk ekki plássið lengur vegna æsku,
en mikið var slegist um að komast í
togarapláss á þessum árum og á ís-
tiskiríi voru miklu færri á.
Gunnar Auðunsson: “Fyrir eifiðum
túrum dreymdi mig að ég vœri að
fiska á grunnsœvi...” (Ljósm.:
Sjómdbl. AM)
Eina vertíð var ég á Kára, lfklega
1939 og um vorið það ár fór ég einn
túr á Max Pemberton. Það segir sitt
um hvflíkt framboð var á reyndum
sjómönnum að um borð í Max Pem-
berton voru tólf hásetanna með ýmist
farmanna- eða fiskimannapróf, höfðu
semsé rétt til skipstjórnar á togara en
urðu að gera sér hásetapláss að góðu.
En þarna var kreppan líka í algleym-
ingi.“
Þannig var „áfallah jálpin“ þá
„Ég var á Jóni Ólafssyni 1939-
1940 og haustið 1940 var ég kominn
yl'ir á Vörð frá Patreksfirði. Á honum
var ég í um það bil eitt ár. Þá var stríð-
ið hafið. Frá þessu ári mínu á Verði er
mér það hvað minnisstæðast þegar
ofsaveður gerði snemma árs 1941,
sem meðal annars varð til þess að tvö
skip rak upp í Rauðarárvíkina við
Skúlagötu. Þá björguðum við báti úti
í Jökuldýpi sem fengið hafði línuna í
skrúfuna. Við vorunt rétt búnir að
koma línu yl'ir í bátinn þegar mikill
brotsjór skall á okkur svo að skipið
lagðist á hliðina og sjór rann niður í
lúkarinn. Kojuraðirnar í lúkarnum
voru á þremur hæðum og er ekki að
orðlengja það að mennirnir sem í
neðri kojunum voru flutu út úr þeim.
Þar varð ég í fyrsta og sem betur fer
eina sinnið vitni að því hvernig menn
bregðast við þegar þeir halda að skip-
ið sé að fara niður. Það var skelfileg
reynsla. En skipið rétti sig fljótt og
við náðum að bjarga bátnum, drógum
hann undir Jökul, þar sem skorið var
úr skrúfunni í landvari. Mennirnir
voru um borð allan tímann. Á sömu
slóðum var Gullfoss, einn af minni
togurunum, og fórst hann þarna þessa
sömu nótt. Á Verði töldu menn sig
hafa séð Gullfoss nokkru áður. En
þetta voru tímar mikilla áfalla bæði af
völdum veðra og styrjaldarátakanna
og nokkru eftir að við lentum í þessu
veðri fundum við fleka al' Reykja-
borginni sem skotin hafði verið niður
skömmu áður. Flekinn var allur sund-
urskotinn og maraði í hálfu kafi.
Um tíma var kokkur hjá okkur
Sverrir Torfason, sem hafði verið á
Fróða þegar hann varð fyrir árásinni.
Hann kom um borð aðeins nokkrum
dögum eftir þessar skelfingar sem af-
leysingamaður — áfallahjálpin var nú
ekki meiri en það þá. Við héldum til
veiða á Halanum, sem þá var nýlega
búið að lýsa bannsvæði vegna tundur-
duflalagna. Fyrir ekki löngu sagði
Sverrir mér þá sögu að í þeim túr
hefði hann eitt sinn gengið út að lunn-
ingunni til þess að hella úr ruslafötu.
Sá hann þá tundurdufl fljóta aftur
með, rétt við skipssíðuna. Hann tók
sprettinn upp í brú og sagði skipstjóra
frá þessu. En skipstjóri brást hinn ró-
legasti við og sagði: „Ja, það er nefni-
lega það. Ég var annað að gera og tók
bara ekkert eftir þessu!“ Nei, áfalla-
hjálpin í þá daga var ekki meiri, en
nærri má geta hvernig Sverri hefur
orðið við.“
Stríðstímar
„Haustið 1942 fór ég í Stýrimanna-
skólann og lauk meira fiskimanna-
prófinu vorið 1944. En á milli þess
sem ég var í skólanum var ég háseti á
Arinbirni hersi og síðar á Skutli. Ég
var með sama skipstjóra, Karli Jóns-
syni, á báðum þessum skipum. Fylgdi
ég Karli milli skipa eftir að Oskar
Halldórsson keypti Arinbjörn hersi,
enda var Karl mikill prýðismaður. Við