Sjómannadagsblaðið - 01.06.1998, Blaðsíða 41
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
41
„Húsið er tákn fyrir sjómannastéttina
og menntun hennaru
✓
Rætt við Björgvin Þór Jóhannsson skólameistara Vélskóla Islands
í Vélskóla íslands er að mörgu
að hyggja á þeim umróts- og breyt-
ingatímum sem við lifum á. Tækni-
þróunin er ör og leitast er við að
uppfylla sífellt nýjar kröfur sem ný
tækni og alþjóðasamþykktir gera
til námsins. Skólinn er einn sá
tæknivæddasti hér á landi og á
mikinn tækjakost, einkum í vélum,
tölvubúnaði og hermum, sem
stöðugt þarf að auka og endurnýja.
Hann leggur enda metnaö sinn í að
þaöan útskrifist menn með þekk-
ingu eins og hún gerist best í sam-
bærilegum skólum erlendis. Og það
hefur lionum tekist vegna mikillar
ræktar sem lögð hefur verið við að
fylgjast með því sem nýtt kemur
fram og þess að leitast er við að
horfa til framtíðar. Raddir sem
heyrast er telja að verið sé að gera
of miklar kröfur til manna, að ver-
ið sé að “ofmennta” þá, finna ekki
hljómgrunn í skólanum eða vél-
stjórastéttinni. Til þess gera menn
sér of vel ljóst hve búnaðurinn er
orðinn margbrotinn um borð í okk-
ar nýtísku skipum og að <>ryggi
skips og áhafnar byggist á fullkom-
inn þekkingu á honum. Til þess að
ræða við okkur um þessi efni tók-
um við tali skólameistara Vélskóla
íslands, Björgvin Þór Jóhannsson.
Hann hóf kennslu við skólann árið
1969 og tók við skólastjórninni
1991, og hefur því manna gleggsta
sýn á stöðu vélstjórnarmenntunar-
innar hérlendis. En fyrst ræddum
við hugmyndina um tlutning Sjó-
niannaskólans, og eins og fleiri við-
niælendur okkar hafði Björgvin
ukveðnar skoðanir á því efni.
„Hér í upphafi vil ég koma að
þeirri umræðu sem orðið hefur um
húsið okkar, Sjómannaskólahúsið,
sem okkur finnst nokkurs konar tákn
lyrir sjómannastéttina og menntun
hennar,“ segir Björgvin Þór. „Sú um-
Björgvin Þór Jóhannson: „Hérviljum
við helst vera og sjá námið byggjast
upp hér, eins og til var œtlast þegar
Sjómannaskólinn var reisturfyrir ríf-
lega 50 árum. “ (Ljósm.: Sjómdbl.
AM).
báru, enda býst ég við að allir fallist á
að nemendum í vélstjórnar- og skip-
stjórnarnámi verður að fjölga. Að því
viljum við stuðla í samvinnu við yfir-
völd menntamála og fulltrúa atvinnu-
lífsins, eins og Vélstjórafélagið og
samtök útgerðarmanna og kaupskipa-
eigendur. Allir þessir aðilar þurfa að
líta á það sem sameiginlegt verkefni
að fjölga nemendum í vélstjóra- og
skipstjórnarnámi.
Mér finnst líka að bæta þurfi
ímynd sjávarútvegsins í því skyni að
ungt fólk vilji gera störf sem honurn
tengjast að ævistarfi. Mér þykir því
miður sem umræðan varðandi þetta
hafi í mörg ár ekki verið nógu jákvæð
og það þarf að breytast. Við þurfum
að fá góða nemendur inn í Vélskól-
ann, hæfa námsmenn, því námið er
tvímælalaust erfitt og gerir kröfur um
að menn geti tileinkað sér fræðilegt
nám, tungumál og aðrar undirstöðu-
greinar. Einnig er færni í handverki
mjög mikilvæg."
ræða hefur ekki farið fram hjá mörg-
um og eins og orðið hefur vart við
blandast margar tilfinningar þessu
máli, en einkum hefur það komið illa
við okkur að við sjáum engin rök fyr-
ir því að flytja skólana. Þvert á móti.
Hér er ágætis aðstaða fyrir bæði bók-
legu og verklegu kennsluna og sem
betur fer er sæmilega rúmt um okkur.
I sambærilegum skólurn erlendis, þar
sem ég þekki til, er rými fyrir hvern
nemanda mun rneira en hér. Sem
stendur erum við að beiðni mennta-
málaráðherra að vinna að samningi
við Kennaraháskólann um gagnkvæm
afnot af húsnæði skólanna og sam-
starf þar sem henta þykir, en í því felst
meðal annars endurskipulagning og
endurbætur á húsnæði Sjómannaskól-
ans. Við þurfum að hafa borð fyrir
Föllum vel að íslenska fram-
haldsskólakerfinu
„Við í Vélskóla íslands höfum um
alllangt skeið fallið vel að íslenska
lfamhaldsskólakerfinu, því skólinn
hefur nú starfað samkvæmt áfanga-
kerfi frá 1981, en það er ráðandi á
framhaldsskólastiginu. í náminu er
mikið af samræmdum áföngum sem
gefa aukinn sveigjanleika, og er nú
hægt að taka umtalsverðan hluta af
vélstjóranáminu í öðrum skólum,
bæði almennt nám og grunndeildir
málmiðna í skólum sent þær kenna —
og einnig eru ýmsir skólar sem reka
vélstjórabrautir. Ungir menn geta því
lokið verulegum hluta námsins í sinni
heimabyggð og fengið það metið þeg-
ar þeir koma hingað. Þessa möguleika