Sjómannadagsblaðið - 01.06.1998, Blaðsíða 69
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
69
Áhöfnin á einni fiskiskonnortunni hefur stillt sér upp til myndatöku, meðan siglt er út úrfirði á íslandi.
þriggja daga hátíð í Pompól. Þeir
syngja og spila á harmoníku, flautu,
munnhörpu, gítar og trommur.
Af þessu tilefni þykir rétt að rifja
stuttlega upp í Sjómannadagsblaðinu
sögu franskra fiskimanna hér við
land.
Franskar skútur á
Islandsmiðum
Á síðari hluta 19. aldar og fram til
1936 var hér á hverju ári mikill floti
franskra fiskiskúta. Bestar heimildir
um franska fískimenn hér við land er
að finna í bók Elínar Pálmadóttur —
„Fransí Biskví“ sem kom út 1989.
íslandsskúturnar komu fíestar frá
borgunum Dunkerque og Gravelines
norður í Flandri, nyrst í Frakklandi
við Ermarsund og landamæri Belgíu
og frá smáþorpunum þar í grennd.
Bretónar í Pompól á norðurströnd
Bretaníuskaga, sem liggur mun sunn-
ar að Ermarsundi, gerðu út skútur á
íslandsmið frá 1852 til 1936 og voru
skúturnar þaðan fíestar 80, en einnig
voru nokkur skip frá útgerðarbæjum
þar í grennd, eins og Binic.
Frá Dunkerque átti útvegur á ís-
landsmið sér mun lengri sögu eða frá
því stuttu eftir 1600; árið 1617 er fyrst
getið um skútur frá Flandri á Islands-
miðum. Árið 1818 strandaði lítil
fiskiskúta frá Dunkerque á Skálafjöru
í Meðallandi, um 50 lestir að stærð og
hét Morgunroðinn (FAurore). Allir
skipverjar björguðust. Einn þeirra hét
Fouis Henry Joseph Vanderoruys.
Hann eignaðist með Valgerði Jóns-
dóttur, vinnukonu að Skurðbæ, son-
inn Benóní, sem fæddist hinn 26. jan-
úar 1819. Frá þessum strandmanni er
komin mjög fjölmenn ætt hér á Is-
landi. Mikið kjarnafólk, sem hefur
m.a. getið sér gott orð sem sjómenn
og miklir fiskimenn. Hér má nefna
Binna í Gröf í Vestmannaeyjum, Ben-
óný Ásgrímsson þyrluflugmann og
Halldór Nellel skipherra. Eflaust
liggja víðar slík blóðbönd, þó að þau
séu ef til vill minni en ætlað var, að
því er Elín Pálmadóttir heldur fram,
en þetta mun þeirra frægast. Blóma-
tími franskrar útgerðar á Islandsmið-
um er síðari hluti 19. aldar og byrjun
þessarar aldar. Flest voru skipin um
og eftir síðustu aldamót. Áhrif og
gagnkvæm viðskipti voru töluverð og
gátu frönsku fiskimennirnir sér alls
staðar gott orð. Þeir voru vingjarnleg-
ir og báru með sér að þeir voru eins
og Islendingar á þeim tíma bláfátækir.
Viðbrugðið var hvað þeir voru barn-
góðir. Vöruskipti voru talsverð milli
Islendinga og skútukarla. Fransmenn-
irnir fengu vettlinga og ullarfatnað í
Frá 1906 til 1927 var Franski spítalinn í Vestmannaeyjum eina sjúkrahúsið þar.