Sjómannadagsblaðið - 01.06.1998, Blaðsíða 8
8
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
„Minnumst 60 ára afmælis Sjómanna-
dagsins á þann hátt sem verðugt er“
— segir Guðmundur Hallvarðsson formaður Sjómannadagsráðs
Sex áratugir eru nú
liðnir frá því er Sjó-
mannadagurinn var
fyrst hátíðlegur haidinn
og þegar litið er yfir far-
inn veg og það skoðað
sem afrekað hefur verið
af hálfu Sjómannadags-
ins í Reykjavík og Hafn-
arfirði er það vissulega
mikilfenglegt. Sé aðeins
litið til síðasta árs stafar
ljóma af þeim verkefn-
um sem þá fékkst lokið
við. Þar var bæði um að
ræða hagnýtar fram-
kvæmdir eins og hina
veglegu sundlaug og
endurhæfingarmiðstöð
við Hrafnistu í Reykja-
vík og framkvæmdir
sem með táknrænu inn-
taki sínu auka á veg og
virðingu sjómanns-
starfans. Þar er átt við
Minningaröldurnar í
Fossvogskirkjugarði og
styttuna „Horft til
hafs“, sem prýðir Mið-
bakkann við Reykjavík-
urhöfn og reist var sjó-
mönnum til heiðurs. En
að vanda gefa menn sér
ekki langan tíma til að
varpa öndinni og áfram
er sótt á brattann: Líkur
eru á að senn megi hefja
frekari framkvæmdir við Hrafnistu
í HafnarFirði og við Hrafnistu í
Reykjavík. Nýjar hjúkrunarálmur
fyrir bæði heimilin eru á döFinni og
nýbygging fyrir dægradvöl á síðar-
nefnda heimilinu. Sjómannadags-
blaðið ræðir hér við Guðmund
Hallvarðsson formann Sjómanna-
dagsráðs um þessi síðustu verkefni
og þau sem framundan eru.
„Sjómannadagurinn fagnar nú 60
formennsku á hendi.
Nefndin liefur komið
með margar góðar hug-
myndir sem ekki eru þó
allar fullmótaðar þegar
þetta er talað. En þegar
liggur ljóst fyrir að for-
seti íslands, herra Ólaf-
ur Ragnar Grímsson,
mun heimsækja bæði
Hrafnistuheimilin í til-
efni af afmælinu.
Hrafnistu í Hafnarfirði
heimsækir hann þann 4.
júní og Hrafnistu í
Reykjavík 5. júní. Hér
er um opinbera heim-
sókn að ræða og veit ég
að hún mun gleðja
mjög þá sem á heimil-
unum búa, um leið og
sjómannasamtökunum í
Reykjavík og Hafnar-
firði er mikill sómi
sýndur. Minnist ég þess
að þegar frú Vigdís
Finnbogadóttir kom hér
í tilefni af 50 ára afmæli
Sjómannadagsins var
sami háttur á hafður og
vakti það sérstakar til-
finningar og óblandna
gleði hjá Hrafnistufólki
að fá forsetann í lieim-
sókn.
Að forsetaheimsókn-
inni þann 5. júní lokinni
er svo ætlanin að hátíðarfundur verði
í Laugarásbíói, en þangað mun for-
ystumönnum sjómannafélaganna í
Reykjavík og Hafnarfirði verða boð-
ið, svo og öðrum velunnurum sjó-
mannasamtakanna. En eins og ég
sagði er dagskráin ekki fullmótuð enn
og því erfitt að útlista hana frekar. En
ég get fullyrt að á þessum merkisdegi
munu sjómenn, félög þeirra og sam-
tök önnur, nota tækifærið til að minna
rækilega á sig.“
Guðmundur Hallvarðsson: „Sjómenn hafa sýnt það með virkri
þátttöku og góðri samstöðu að þeir telja nauðsynlegt að halda
daginn hátíðlegan. “
ára afmæli sínu og þess munum við
leitast við að ininnast á þann hátt sem
verðugt er,“ segir Guðmundur Hall-
varðsson. „Frá því á síðasta hausti
liefur verið starfandi sérstök afmælis-
nefnd og er hlutverk hennar að leggja
drög að hátíðarhöldum Sjómanna-
dagsins 1998. I henni hafa setið ágæt-
ir félagar frá sjómannafélögunum og
hefur Guðjón Ármann Einarson,
framkvæmdastjóri Skipstjóra- og
stýrimannafélagsins Öldunnar, haft