Sjómannadagsblaðið - 01.06.1998, Blaðsíða 108
108
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
✓
Slysavarnafélag Islands 70 ára
Frá upphafí hefur félagið
verið nátengt sjómannastéttinni
Viðtal við Gunnar Tómasson forseta Slysavarnafélags Islands, en í ár minnist félag-
ið 70 ára afmælis síns með margvíslegu móti
Slysavarnafélag íslands er 70 ára
á þessu ári og er afmælisins minnst
með því að taka á ýmsum málum
sem tengjast slysavörnum — og þá
ekki síst öryggismálum sjómanna,
en „frá upphafi hefur félagið verið
nátengt íslenskri sjómannastétt,“
eins og Gunnari Tómassyni forseta
SVFI fórust orð þegar Sjómanna-
dagsblaðið ræddi við hann fyrir
nokkru. Sem kunnugt er var félag-
ið stofnað þann 29. janúar árið
1928 en árin áður höfðu stór og
hörmuleg sjóslys átt sér stað, sem
höfðu vafalaust sitt að segja um að
ráðist var í stofnunina einmitt á
þessum tíma. Má nefna Halaveðrið
árið 1925. Félagið sannaði gildi sitt
strax mánuði síðar, þegar Jón for-
seti strandaði við Stafnes og árið
1931 þegar félagsmenn björguðu
áhöfn franska togarans Cap
Fagnet, en hann hafði strandað í of-
viðri við Grindavík. Voru fluglínu-
tæki sem forgöngumenn SVFÍ
höfðu útvegað notuð í báðum þess-
um tilvikum. Æ síðan hefur félagið
sinnt öryggismálum sjómanna sem
og öðrum slysavarnamálefnum
með ölluin mögulegum hætti og
ávallt eins samviskusamlega og
framast hefur verið mögulegt. En
hér á eftir fræðir Gunnar Tómas-
son okkur um það sem hæst ber nú
á afmælisárinu. Þar á meðal má
nefna að í vændum er afar skilvirkt
öryggiskerfi, Tilkynningaskylda ís-
lenskra skipa verður gerð að mestu
leyti sjálfvirk og aðstaða Slysa-
varnaskóla sjómanna batnar til
stórra muna. Er þá ekki allt talið,
en við gefum nú Gunnari
Tómassyni orðið.
Gunnar Tómasson: „Segja má að
„stóra málið" hjá okkur sé hugmynd
um öryggiskerfi fyrir sjómenn og er
markmiðið með því að koma á
ákveðnu skipulagi hvað varðar vinnu-
brögð og meðferð á öryggismálum
um borð í bátum og skipum. “
(Ljósm.: Sjómdbl. AM)
„Þegar kemur að því að ræða um
það sem fram undan er, þá er rétt að
ég byrji á að greina frá að nú er búið
að undirrita samkomulag um sjálf-
virka tilkynningaskyldu, en Tilkynn-
ingaskylda íslenskra skipa var eitt
merkilegasta framfarasporið í tengsl-
um við öryggismál sjómanna á sínum
tíma,“ segir Gunnar Tómasson. „Til-
kynningaskyldan var stofnuð árið
1968 og er því 30 ára um þessar
mundir. Verður ánægjulegt ef sjálf-
virka tilkynningaskyldan kemst í
gagnið á þessum tímamótum. Er ég
sannfærður um að þar verður um litlu
minni byltingu að ræða en sjálf Til-
kynningaskyldan var á sínum tíma.
Og ekki má gleyma að nú á afmælis-
árinu verður efnt til samkeppni um
hönnun líflínu fyrir smábáta í sam-
vinnu við Landssamband smábátaeig-
enda og Siglingastofnun.
Við höfum nú góðar vonir um að
geta endurbætt aðstöðuna fyrir Slysa-
varnaskóla sjómanna, en í sumar
fáum við væntanlega Akraborgina til
afnota, eða um leið og Hvalfjarðar-
göngin verða tekin í notkun. Höfum
við fengið fjárveitingu til breytinga á
skipinu svo það henti kennslustarf-
seminni og jafnframt viðbótarljárfest-
ingu til rekstursins, en hann verður
nokkru umfangsmeiri en reksturinn á
gamla skólaskipinu, Sæbjörgu. Þarna
fáum við mjög aukið rými til þess að
sinna kennslunni, eða um 800 fer-
metra í stað um 400 fermetra. Sæ-
björgu hefur aðeins verið hægt að
sigla yfir sumarmánuðina, en Akra-
borg verður hægt að sigla allt árið og
er að því augljóst og ómetanlegt hag-
ræði. Margir kvíða því að vísu að
þetta stóra skip verði of dýrt í rekstri,
en ég held að það sé ástæðulaust.
Menn óttuðust einnig á sínum tíma að
of dýrt yrði að gera Sæbjörgu út, en
hún var sem menn vita áður varðskip-
ið Þór. En í Ijós kom að það var
ástæðulaus ótti og spái ég að svo
reynist nú. Skipið og þessi bætta að-
staða mun leiða til stórum betri og
fjölþættari öryggisfræðslu fyrir sjó-
menn.“