Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1998, Blaðsíða 116

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1998, Blaðsíða 116
116 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ Góð tilfinning að halda heim í vissu um að öryggi sæfarenda sé tryggt Rætt við Tómas P. Sigurðsson forstöðumann Rekstrarsviðs Siglingastofnunar sem starfað hefur hjá Vita- og hafnarmálastofnun í 54 ár Fyrir 54 árum h«f Tomas Þ. Sigurðsson störf hjá Vita- og hafnarniála- stofnun, |iá aðeins tólf ára gamall. Þar starfar hann enn og munu ekki niargir geta státað af jafn löngum starfsaldri á sama vinnustað. Hann er nú forstöðumaður Rekstrarsviðs Siglingastofnunar Islands, en þann 1. október 1996 voru stofnanirnar sameinaðar og eru nú undir sama þaki að Vesturvör 2 í Kópavogi. Sem vænta má eru þær breytingar miklar sem Tómas hefur orðið vitni að á þessum langa tíma og í því spjalli sem hér fer á eftir skýrir hann frá ýmsum þeirra. Hann rifjar hér upp ferðir í af- skekkta vita fyrr á áruni sem ýmist tengdust byggingum vita eða viðhaldi á þeim og segir jafnframt frá þeirri nútíma tækni sem komin er til sögunn- ar — nýja staðsetningarkerfinu og veðurathuganakerfinu, sem hann og menn hans hafa umsjón með og sífellt gerist stærra og fullkomnara. Þá er hér litið til upphafs vitavæðingar á íslandi og við fræðumst um undra hug- vitssamlegan og margbrotinn búnað vitanna fyrrum, þótt sá búnaður krefðist mikillar umönnunar. Nú eru vitarnir orðnir að mestu sjálfvirkir og vinnan við þá svipur hjá sjón á við það sem var. En hér liggur merk saga að baki sem sannarlega er vert að kynnast. „Ég er fæddur á Sauðárkróki þann 29. apríl árið 1932 og voru foreldrar mínir bæði Skagfirðingar, en þau voru Sigurður Pétursson verkstjóri og Mar- grét Björnsdóttir,“ segir Tómas Sig- urðsson. „Faðir minn vann lengi við vegagerð og hafnir, en hóf störf hjá Vitamálastofnun við byggingar á vit- um nokkru fyrir 1930 og var það hans aðalatvinna þar til hann lést árið 1958. A ferli sínum byggði hann 57 vita og þar á meðal alla skerjavitana. Það var einmitt hjá föður mínum sem ég hóf sjálfur störf hjá Vitamálastofn- un vorið 1944, þegar ég var aðeins 12 ára, og var fyrsti vitinn sem ég vann við nýi Garðskagavitinn. Ég vann svo undir stjórn föður míns við vitabygg- ingar á sumrum til sautján eða átján ára aldurs. Aðstæður við þessa vinnu voru mjög erfiðar í þá daga, því þeir staðir þar sem vitarnir risu voru fæstir í vegasambandi. Við höfðum þá vita- skipið Hermóð til umráða og á honum var byggingarefnið fiutt svo nærri byggingarstæðinu sem unnt var. Þá Tómas Sigurðsson: „Ég dreg ekki dul ú að mér hefur reynst þetta starffjöl- þœtt og áhugavert." (Ljósm.: Sjómdbl. AM) var það fiutt á trébátum til lands, sem iðulega var enginn leikur vegna öldu- gangs við skerin, auk þess sem bát- arnir voru það þungir að vandi var að koma þeim upp í fjöruna. Ur bátunum urðu menn svo að bera efnið, sement, sand og grjót, á sjálfum sér síðasta spölinn. Steypan var öll hrærð á höndum og síðan hífð upp í fötum þegar vitinn hækkaði. Þegar byggt var á skerjum var byrjað á að reka saman einhvern timburpall, tjaldað yfir hann og legið þar við meðan á byggingunni stóð, kannski í tvo til þrjá mánuði. En þó voru það ótrúleg afköst sem hægt var að ná með þessum hætti, enda voru það þrekmiklir menn sem gáfu sig í þetta. Til dæmis tók ekki nema um þrjá mánuði að byggja Garð- skagavitann sem er 26 metra hár. Ég kem að honum nokkrum sinnum á ári og þá vakna margar gamlar minning- ar til lífsins. Til dæmis ætluðum við sem að byggingunni unnum að fara á lýðveldishátíðina 17. júní 1944. Við vorum búnir að tryggja okkur boddý- bíl til fararinnar, en vegna rigningar- innar og örtraðarinnar á Þingvalla- veginum varð ekki úr neinu, svo við fögnuðum hátíðinni bara á okkar hátt suður á Garðskaga.“ Oft lenda menn í sjónum eða í öðru volki „Það átti svo að fara að það teygð- ist úr starfstíma mínum hjá Vitamála- stofnun og hef ég nú verið í þessu starfi í 54 ár. Sautján eða átján ára gamall hóf ég vélsmíðanám hjá stofn- uninni og var námið sérhæft að þvi leyti að megináhersla var lögð á þann búnað sem þörf er á vegna vitanna. Kennari minn var Friðrik Teitsson, mikill völundur og góður smiður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.