Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1998, Blaðsíða 111

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1998, Blaðsíða 111
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 111 hæst ber þó sjálfa samræminguna og aukið framboð á hvers konar fræðslu og þjálfun. Mikil fræðsla hefur verið sótt erlendis, en þar höfum við kynnst því hvernig erlendar björgunarsveitir vinna og það hefur styrkt og bætt starf Björgunarskólans. Slysavarnafélagið hefur um langt skeið tekið þátt í al- þjóðlegu samstarfi og á aðild að Al- þjóðasamtökum sjóbjörgunarfélaga og ýmsum öðrum samtökum, norræn- um og evrópskum. Þá hefur félagið átt gott samstarf við bresku strand- gæsluna og er í bandarískum samtök- um, NASAR, sem eru samstarfsvett- vangur um björgunarmál vestra. Þá rekum við ijarskiptakerfið og endurvarpakerfið í samstarfi við Landsbjörg, og er það orðið mjög gott og öflugt, enda verður svo að vera þar sem fjarskiptin eru grunnurinn þegar björgunaraðgerðir eru í gangi. Þótt síminn sé orðinn gott tæki, þá eru honum ákveðin takmörk sett, og þau takmörk má í flestum tilfellum yfir- vinna með fjarskiptakerfí okkar. Þá erum við með sameiginlegt leitar- og björgunarskipulag sem við vinnum eftir — „Lands- og svæðisstjórn björgunarsveita“. Það byggist á því að landinu er skipt upp í 18 svæði og á hverju svæði er ein svæðisstjórn sem sinnir samræmingu á leitar- og björg- unarstarfi á sínu svæði. Taki björgun- araðgerð yfir fleiri en eitt svæði kem- ur Landsstjórn inn í og aðstoðar við samræminguna. Þetta kerfi hetur ver- ið að þróast undanfarin ár og er feng- in af því mikilsverð reynsla og ríkir um það góð sátt — en áður en kerí ið kom til sögu var stundum um það rætt að björgunaraðilar væru í nokkurs konar „kapphlaupi." Þetta er nú alveg úr sögunni, aðstæður í hverju tilviki eru kannaðar og síðan sendur sá mannafli og tækjabúnaður sem nauð- synlegur er til að leysa verkefnið. Þannig eru aðgerðirnar nú orðnar mjög samhæfðar og markvissar." Umferðaröryggisfulltrúi í hverjum landshluta „Ég vil líka nefna að við erum í mjög nánu samstarfi við Umferðarráð og má geta um að á síðasta ári var ráðinn sérstakur umferðar-öryggis- fulltrúi á Suðurlandi. Þetta hefur gef- „/ tengslum við landsþingið sem haldið verður dagana 29. til 31. maí í Sand- gerði, er œtlunin að opna söguminjasafn í Garðinum, “ segir Gunnar. (Ljósm.: Sjómdbl. AM) ið svo góða raun að í ráði er að ráða umferðaröryggisfulltrúa í alla lands- hluta. Þeir munu hefja störf í sumar og munum við þá reyna að taka á um- ferðaröryggi í bæði dreifbýli og þétt- býli ásamt Umferðarráði og leitast við að virkja starfskrafta okkar félags- fólks til þess. Samhliða þessu verður reynt að koma á ákveðnum tengslum til samræmingar við umferðarörygg- isnefndir Umferðarráðs, lögreglu, sveitarstjórnir og almenning á svæð- unum. Eins og við vitum þá hafa mjög alvarleg umferðarslys orðið úti um land sem segja má að verið hafi í öfugu hlutfalli við sjálfan umferðar- þungann og tengjast því meir umferð- arhraðanum. Þannig létust 130 manns á tíu ára tímabili í umferðarslysum úti á landi, meðan um 85 manns létust í þéttbýli. Þetta segir okkur að þótt slysin úti á landi séu færri, þá verða þau gjarna alvarlegri. En þar sem ég hef hér rætt um sam- starfsaðila SVFÍ, vil ég bæta því við að hvað fjáröflun snertir höfum við verið í samstarfí við Rauðakross ís- lands, Landsbjörgu og SÁÁ og rekið ásamt þeim spilakassa, sem stundum hafa að vísu hafa verið gagnrýndir. En þótt við á sinn hátt tökum undir þá gagnrýni, þá teljum við að meiri hluti fólks spili í þessum kössum sér til ánægju og jafnframt til þess að styrkja þetta starf. Spilakassarnir gegna óneitanlega meginhlutverki í fjáröflun okkar auk happdrættisins, en eins og ég sagði rennur ágóði af happ- drættinu til reksturs björgunarskip- anna.“ „Ég hef nú drepið á ýmsa þætti sem hæst ber nú á 70 ára afmælinu okkar. Ætlunin er að minnast afmæl- isins á veglegan hátt og verður það gert á landsþingi SVFÍ sem að þessu sinni verður dagana 29.-31. maí í Sandgerði. 1 tengslum við þingið er ætlunin að opna söguminjasýningu í Garðinum. Þar verður reynt að gera sögu félagsins nokkur skil og mun sýningin verða grunnur að sögusafni félagsins. Hefur fengist undir safnið húsnæði sem er í eigu björgunarsveit- arinnar Ægis í Garði, en þeir félagar fengu þetta húsnæði næstum gefið fyrir um ári síðan. Þar sem svo skemmtilega vill til að Sjómannadagurinn fagnar einnig stórafmæli um þessar mundir vil ég ljúka jressu spjalli með því að senda sjómannasamtökunum og sjómönn- um öllum innilegar árnaðaróskir með þökk fyrir áratuga samstarf, þar sem ekki hefur borið skugga á.“ AM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.