Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1998, Blaðsíða 53

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1998, Blaðsíða 53
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 53 Nýja Esja. ið. Ég var svo sem ekkert stássklædd- ur og þegar á dansleikinn kom fannst Norsurum fátt um. Þetta var þá bara lítill, skítugur strákur, liðlega 16 ára og ekki mikill bógur. Ég reyndi að forða mér út úr dans- húsinu, en þá komu nokkrar stelpur og hópuðust um mig. Ég stóð þarna eins og illa gerður hlutur með hendur í vösum, vissi lítt hvern hátt skyldi upp taka og var fremur óhress. Veit ég þá ekki fyrr en ein daman rýkur á mig og tekur að kyssa mig af miklum ákafa. Seinna hefði ég kannski ekki fúlsað við þessu, en þó ekki sé fyrir að synja að nokkurrar löngunar gætti, var kjarkurinn ekki meiri en svo að ég gróf hendurnar dýpra í vasana og lét svo fætur forða mér úr þessum háska. Seinna skrifaðist ég á við þessa stúlku, en ástamál komu aldrei til greina, enda sáumst við aldrei síðan.“ Kafbátnuin „Nautilusi“ bjargað „í einni ferðinni vorum við sendir norður í ísinn til að svipast um eftir kafbátnum Nautilusi sem hafði sent frá sér neyðarskeyti, en leiðangurs- stjóri á honum var Wilkins. Eins og kunnugt er var ætlun hans að bora sig upp um ísinn á heimskautinu. Við komumst í vökina þar sem kaf- báturinn var og tókum allan mann- skapinn um borð. Kafbátnum var sökkt þarna, eftir að öllum tækjum úr honum hafði verið bjargað. Af einhverjum ástæðum var ég gerður hægri hönd Wilkins, var með- al annars látinn bjarga því sem hann vildi leyndu halda. Fyrir þetta gaf hann mér nokkra dollara og ég lét tattóvera mig fyrir einn þeirra, „true love, “ auk norska og íslenska fánans. Kafbátsmennina fluttum við lil Nor- egs. Þetta voru erfiðar siglingar í ís og stórviðri og oft var það að ísinn buldi svo á skipinu að allt virtist vera að hrynja saman. Klakklaust komumst við samt frá þessu öllu og í október var skipinu lagt í Bergen. Skömmu síðar kom Nova og með henni fór ég U1 íslands. Mitt fyrsta verk var að hringja í skólastjórann á Eiðum og óska eftir að fá að Ijúka skólanum. Hann kvað það sjálfsagt og prófi það- an lauk ég 1932.“ Listamannsáráttan og sjómennskan „Áður en lengra er haldið er kannski réll að geta þess að frá barn- æsku var ég haldinn ríkulegri til- hneigingu til að teikna og mála og var víst ekki nema sjö ára þegar ég fyrst fór að rissa. Á þessum árum, þar sent nú er komið sögu, teiknaði ég og mál- aði talsvert, og á Eiðum naut ég til- sagnar Þórarins Þórarinssonar, síðar skólastjóra. Hann kenndi mér einnig listhlaup á skautum, en frægur af þeirri íþrótt hef ég nú ekki orðið. Áráttan til að mála hefur aldrei skilið við mig og alltaf togaðist á í mér löngunin til að mála og sjó- mennskan — veit ég ekki hvað réði úrslitum. En í Blöndals-ættinni var einn listmáli, Gunnlaugur Blöndal, og hann var á þeirrar tíðar mælikvarða ekki „fær um að sjá fyrir sér,“ svo ekki þótti víst efnilegt á Eiðum að ég færi að feta listamannsbrautina. En ég minnist þess að á æskuárum mínum varð þýskur ferðamaður lil þess að gefa mér tréliti, og systir Ásmundar Guðmundssonar, Guðrún Reykholt, gaf mér vatnsliti, og þetta varð mjög til þess að kynda undir lista- mannslöngun minni. Þannig var ég eitt sinn sendur að sækja beljurnar en kom með mynd af beljunum til baka. Beljurnar urðu eftir. Svo tæpt stóð að búið var að út- vega mér skólavist í Menntaskólanum á Akureyri og hefði úr því orðið tel ég
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.