Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1998, Blaðsíða 51

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1998, Blaðsíða 51
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 51 „Sá hefur lengi sopið, sjávarins beiska hregg...“ Rætt við Tryggva Blöndal sem á langan og merkan sjómannsferil að baki, en mun þó þekktastur fyrir áralanga skipstjórn „á ströndinni,“ sem skipstjóri á m.s Esju II. Flestir muna enn þá daga þegar Heklan og Esjan voru í förum á ströndinni og oftar en ekki með fjölda farþega um borð, í það minnsta á sunirum. Stundum tóku heilir hópar sér fari með skipunum og þá var oft glatt á Hjalla — og það eru ferðir sem ekki munu gleymast þeim er tóku þátt í þeim. En nú eru þessar ferðir af lagðar og menn halda suður í Karahíska haf- ið í skemmtisiglingar sem alls ekki þurfa að taka ferðunum með gömlu strandferðaskipunum okkar frain, þegar gott var veður og landsýn sem fegurst. — En það þurfti traustar skipstjórnarhendur til þess að stýra inn á þær ótal mörgu hafnir sem þessi skip áttu viðkomu á og einna þekktastur skipstjóra þeirra er Tryggvi Blöndal sem margir minnast með þakklæti. Hann byrjaði sjóniannsferilinn snemma, var á erlendum tlutninga- skipum ungur og síðar á skipum eins og Súðinni, Skjaldbreið og Þyrli og eru þá ekki nærri óll þau skip talin sem hann hefur stýrt. Tryggvi býr nú ásamt Margréti Sig- uröardóttur konu sinni á Hrafnistu ' Hafnarfirði. Þar innan veggja ber allt vitni smekkvísi og fágun þeirra hjóna, þótt sérstaklega verði gestin- um starsýnt á óll þau málverk eftir Tryggva sem prýða veggina og muni sem hann hefur skorið út af einstökum hagleik. Sjómannadags- blaðið falaöist eftir viðtali við Tryggva og fer það hér á eftir. Hon- um er annars lítt um það gefið að •áta ljós sitt skína á prenti og á hann þakkir skilið fyrir að hafa gert þessa undantekningu við okk- ur Sjómannadagsblaðsmenn. „Ég er fæddur í Stykkishólmi þann 3. júlí árið 1914,“ segirTryggvi Blön- dal „og voru foreldrar mínir þau Magnús Benedikt Blöndal og kona hans Guðný Björnsdóttir, bónda á Reyniskeldu á Skarðsströnd. Móðir mín var seinni kona föður míns og vorum við þrjú alsystkin. Faðir minn var mikill atkvæðamaður, var meðal annars bústjóri hjá föður sínum, Benedikt Blöndal bónda og umboðs- manni í Hvammi í Vatnsdal, og síðar verslunarmaður, barnakennari, sýslu- skrifari, hreppsstjóri og hreppsnefnd- armaður og oft settur sýslumaður. Þá var hann einn fylgdarmanna Coll- ingwoods á ferðum hans hér um land- ið á síðustu öld. Það sópaði því að Silfurfánastöngin með norska fánan- um sem Tryggvi hlaut í viðurkenning- arskyni fyrir björgun áhafnarinnar af norska skipinu Speröy 1955. Til liœgri er fagurlega útskorinn lampi sem Tryggvi hefur gert. (Ljósm.: SjómdbÍ. AM) föður mínum eins og svo mörgum Blöndalanna sem verið hafa sýslu- menn, umboðsmenn, bændur, málar- ar, sjómenn, kaupmenn og fræðimenn og er þá ekki allt talið.“ Langaði að kynnast sjó- mennskunni „Foreldra mína missti ég snemma, þar sem faðir minn lést 1920 en móð- ir mín 1922. Ég fór frá Stykkishólmi eftir lát föður ntíns, þá fimnt ára gam- all. Fluttist ég til Eiða í Fljótsdals- hverfi með þeim hjónum Asmundi Guðmundssyni, sem síðar var biskup, og Steinunni konu hans og var í fyrstu í umsjá þeirra hjónanna. Þar eystra ólst ég svo upp hjá hálfbróður mínum Benedikt Blöndal og Sigrúnu konu hans. Benedikt hafði numið í Dan- mörku og var fyrst kennari á Eiðum en stofnaði skóla árið 1924 í Mjóa- nesi, en þá jörð áttu þau hjónin. Síðar stofnuðu þau svo skólann að Hall- ormsstað og koniu þar upp búi. Þetta var þá húsmæðraskóli og var Sigrún skólastýran. Síðar, þegar ég var 17 ára, lauk ég prófi frá Eiðaskóla eða alþýðuskólanum á Eiðum eins og liann hét, en ýmislegt hafði þó borið við áður. Mig langaði til að kynnast sjó- mennskunni og því var það að árið 1930, þegar ég var fimmtán ára gam- all, réði ég mig á 7 til 9 tonna fleytu frá Hánefsstöðum í Seyðisfirði, súð- byrtan tvístöfnung með Rapp-vél. Þar var ég hálfdrættingur. Formaðurinn var Hermann Vilhjálmsson, sonur Vil- hjálms útvegsbónda á Hánefsstöðum. Fátt er segja frá þessari frumraun minni í sjómennsku. Ég fór haustið 1930 í Eiðaskóla og var þar í tvo vet-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.