Sjómannadagsblaðið - 01.06.1998, Qupperneq 51
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
51
„Sá hefur lengi sopið, sjávarins beiska
hregg...“
Rætt við Tryggva Blöndal sem á langan og merkan sjómannsferil að baki, en mun
þó þekktastur fyrir áralanga skipstjórn „á ströndinni,“ sem skipstjóri á m.s Esju II.
Flestir muna enn þá daga þegar
Heklan og Esjan voru í förum á
ströndinni og oftar en ekki með
fjölda farþega um borð, í það
minnsta á sunirum. Stundum tóku
heilir hópar sér fari með skipunum
og þá var oft glatt á Hjalla — og
það eru ferðir sem ekki munu
gleymast þeim er tóku þátt í þeim.
En nú eru þessar ferðir af lagðar og
menn halda suður í Karahíska haf-
ið í skemmtisiglingar sem alls ekki
þurfa að taka ferðunum með gömlu
strandferðaskipunum okkar frain,
þegar gott var veður og landsýn
sem fegurst. — En það þurfti
traustar skipstjórnarhendur til
þess að stýra inn á þær ótal mörgu
hafnir sem þessi skip áttu viðkomu
á og einna þekktastur skipstjóra
þeirra er Tryggvi Blöndal sem
margir minnast með þakklæti.
Hann byrjaði sjóniannsferilinn
snemma, var á erlendum tlutninga-
skipum ungur og síðar á skipum
eins og Súðinni, Skjaldbreið og
Þyrli og eru þá ekki nærri óll þau
skip talin sem hann hefur stýrt.
Tryggvi býr nú ásamt Margréti Sig-
uröardóttur konu sinni á Hrafnistu
' Hafnarfirði. Þar innan veggja ber
allt vitni smekkvísi og fágun þeirra
hjóna, þótt sérstaklega verði gestin-
um starsýnt á óll þau málverk eftir
Tryggva sem prýða veggina og
muni sem hann hefur skorið út af
einstökum hagleik. Sjómannadags-
blaðið falaöist eftir viðtali við
Tryggva og fer það hér á eftir. Hon-
um er annars lítt um það gefið að
•áta ljós sitt skína á prenti og á
hann þakkir skilið fyrir að hafa
gert þessa undantekningu við okk-
ur Sjómannadagsblaðsmenn.
„Ég er fæddur í Stykkishólmi þann
3. júlí árið 1914,“ segirTryggvi Blön-
dal „og voru foreldrar mínir þau
Magnús Benedikt Blöndal og kona
hans Guðný Björnsdóttir, bónda á
Reyniskeldu á Skarðsströnd. Móðir
mín var seinni kona föður míns og
vorum við þrjú alsystkin. Faðir minn
var mikill atkvæðamaður, var meðal
annars bústjóri hjá föður sínum,
Benedikt Blöndal bónda og umboðs-
manni í Hvammi í Vatnsdal, og síðar
verslunarmaður, barnakennari, sýslu-
skrifari, hreppsstjóri og hreppsnefnd-
armaður og oft settur sýslumaður. Þá
var hann einn fylgdarmanna Coll-
ingwoods á ferðum hans hér um land-
ið á síðustu öld. Það sópaði því að
Silfurfánastöngin með norska fánan-
um sem Tryggvi hlaut í viðurkenning-
arskyni fyrir björgun áhafnarinnar af
norska skipinu Speröy 1955. Til
liœgri er fagurlega útskorinn lampi
sem Tryggvi hefur gert. (Ljósm.:
SjómdbÍ. AM)
föður mínum eins og svo mörgum
Blöndalanna sem verið hafa sýslu-
menn, umboðsmenn, bændur, málar-
ar, sjómenn, kaupmenn og fræðimenn
og er þá ekki allt talið.“
Langaði að kynnast sjó-
mennskunni
„Foreldra mína missti ég snemma,
þar sem faðir minn lést 1920 en móð-
ir mín 1922. Ég fór frá Stykkishólmi
eftir lát föður ntíns, þá fimnt ára gam-
all. Fluttist ég til Eiða í Fljótsdals-
hverfi með þeim hjónum Asmundi
Guðmundssyni, sem síðar var biskup,
og Steinunni konu hans og var í fyrstu
í umsjá þeirra hjónanna. Þar eystra
ólst ég svo upp hjá hálfbróður mínum
Benedikt Blöndal og Sigrúnu konu
hans. Benedikt hafði numið í Dan-
mörku og var fyrst kennari á Eiðum
en stofnaði skóla árið 1924 í Mjóa-
nesi, en þá jörð áttu þau hjónin. Síðar
stofnuðu þau svo skólann að Hall-
ormsstað og koniu þar upp búi. Þetta
var þá húsmæðraskóli og var Sigrún
skólastýran. Síðar, þegar ég var 17
ára, lauk ég prófi frá Eiðaskóla eða
alþýðuskólanum á Eiðum eins og
liann hét, en ýmislegt hafði þó borið
við áður.
Mig langaði til að kynnast sjó-
mennskunni og því var það að árið
1930, þegar ég var fimmtán ára gam-
all, réði ég mig á 7 til 9 tonna fleytu
frá Hánefsstöðum í Seyðisfirði, súð-
byrtan tvístöfnung með Rapp-vél. Þar
var ég hálfdrættingur. Formaðurinn
var Hermann Vilhjálmsson, sonur Vil-
hjálms útvegsbónda á Hánefsstöðum.
Fátt er segja frá þessari frumraun
minni í sjómennsku. Ég fór haustið
1930 í Eiðaskóla og var þar í tvo vet-