Sjómannadagsblaðið - 01.06.1998, Blaðsíða 30
30
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
/ mörg horn er að líta hjá þjónustustjóra Hafnarfjarðarhafnar. Hafnsögubáturinn Þróttur í baksýn að þjónusta skip.
(Ljósm.: Sjómdbl. AM).
gaman að takast á við svona verkefni.
Með því gefst tækifæri til að kynnast
nánar þessum málum og ekki hvað
síst kann að bjóðast færi á að eiga þátt
í að gera góða hluti. Þeim skólum sem
hér um ræðir er annars vegar ætlað að
mennta fólk til að sinna tæknimálun-
um um borð í skipunum okkar og hins
vegar siglingafræði- og stjórnunar-
þættinum.
Eg tel að þróun þessara mála hér á
landi, sérstaklega þó hvað fiskiskipin
varðar, sýni að vel hafi til tekist, og
skólarnir hafi skilað góðu verki í að
mennta fólk til þessara starfa. Þar ber
hæst hin glæsilegu og vel búnu skip,
sem sækja sífellt lengra og koma að
landi með stöðugt meiri og verðmæt-
ari afla. En það sem sjómannastéttina
vantar er ef til vill kynning á mikil-
vægi þessara starfa meðal þjóðarinn-
ar. í dag virðast flestir hlutir byggjast
á áróðri, auglýsingatækni og oft á tíð-
um á skrumi. Getur verið að þar sé
þáttur sem vantar í stundaskrá þessara
skóla! Ég er samt vantrúaður, hef talið
sjómönnum það til gildis að vera að
miklu leyti lausa við slíka iðju. En
þegar að athöfnum kemur þá gerast
hlutirnir ekki af sjálfu sér, það er
reynsla sem sjómenn hafa kynnst í
átökum sínum við Ægi konung. Hins-
vegar tel ég að leggja þurfi meiri
áherslu á að hér er verið að mennta
menn sem eiga að stjórna vinnu og
dýrum tækjum, oft við afar erfiðar að-
stæður, þar sem reynir á þekkingu
þeirra tii hins ítrasta. Þeir eiga að
stjórna vinnu og öllum rekstri um
borð í því fyrirtæki sem skip á fullri
ferð er. Og þetta er hættulegur vinnu-
staður, hvort sem við ræðum um fiski-
skipin eða vöruflutningaskipin. Um
það vitna tölur um slysatíðni á sjó.
Stóru skuttogararnir eru fljótandi
verksmiðjur og á vöruflutningaskip-
unum þarf að kunna skil á eðli vör-
unnar, svo hún komist heil í höfn.“
Auka þarf möguleika skip-
stjórnarmanna á störfum í
landi
„Að sjálfsögðu er alltaf spurning
hvort menntun þessara skóla hafi
fylgt kröfum tímans. Ég tel að svo
hafi verið, þótt alltaf megi gera betur.
Til dæmis hvað Stýrimannaskólann
varðar tel ég að námið þurfi að gefa
nemendum betri og meiri möguleika á
störfum í landi. Það er staðreynd að
stór hluti nemenda þarf, breyttra að-
stæðna vegna, að yfirgefa þetta sér-
svið sitt og fara í land. Orsakir eru að
hluta til hin erfiðu starfsskilyrði á
sjónum. Þarna skilur töluvert á milli
hjá skólunum. Vélstjórar eiga alls
staðar greiðan aðgang að störfum í
landi, sem best menntaða tæknifólk
Iandsins. Það er kannski þessi þáttur
sem vegur hvað þyngst, þegar að að-
sókninni kemur. Því tel ég mikilvægt
að stuðlað verði að því að skipstjórn-
armenntunin gefi sömu möguleika og
vélstjórnarmennlunin.
Fyrir strjálbýlt eyland eins og land-
ið okkar er, þá eru samgöngur á sjó
ásamt aðgangi að auðlindinni, fiski-
miðunum við landið, lykillinn að
tryggum efnahag. Því verðum við að
viðurkenna þörfina á að fá gott fólk til
þess að stjórna vinnunni um borð í
skipunum. Til þess að svo megi verða
þarf að tryggja því unga fólki, sem
velur þessa starfgrein, að það lendi
ekki í blindgötu með sína menntun,
heldur eiga möguleika á að breyta til,