Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1998, Blaðsíða 94

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1998, Blaðsíða 94
94 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ flestar mínar bernskuminningar. Ég minnist þess ekki að ég hafi haft í huga sem barn að verða sjómaður, en ég hafði gaman af flestu sem tengdist smíðum og vélum og kann það að hafa haft sitt að segja um þá stefnu sem líf mitt tók. Ég lauk þessu hefðbundna barna- og gagnfræðaskólanámi og byrjaði haustið 1949 að læra í Héðni, þá rétt sextán ára gamall. Þaðan lauk ég sveinsprófi 1953 og hafði þar með rétt til að hefja vélstjóranám. Byrjaði ég í Vélskólanum um haustið. Þetta var þá þriggja ára nám og var almennt vél- stjórnarnám fyrstu tvo veturnar en rafmagnsfræðinám þriðja og síðasta veturinn. Skólinn var þá lítt búinn tækjum á við það sem nú er, en ég held að áhugi og samviskusemi bæði nemenda og kennara hafi gert sitt til að bæta það upp. Skólastjórinn var Marinus Eskild Jessen, sá minnisstæði maður. Hann kunni margar góðar sögur að segja okkur piltunum, einkum sögur sem hann notaði til að vara okkur við ýms- um hættum. Ég veit ekki hvort þær voru sannar eða lognar, en þær festust okkur í minni og hér eru tvær: Tals- vert grjótnám hafði verið fyrir neðan Sjómannaskólann og kom það eitt sinni fyrir þegar verið var að sprengja að steinn þeyttist í gegnum gluggann hjá nemendum, sem þustu dauðskelk- Sögumaður okkar 43 ára. aðir fram á gang. En Jessen lét sér ekki bregða: „Det er sku ingen ting. Men da ég var pá fallbyssubátur- inn...!“ sagði hann aðeins. Hann áminnti okkur líka um að fara varlega með eld og sagði þá sögu af manni á gufuskipi sem staddur var niðri í kola- boxunum og ætlaði að kveikja sér í sí- garettu. Þá varð slík sprenging í box- unum að mér skildist að blessaður maðurinn hafi ekki vaknað til lífsins aftur. Já, þær festust mönnum í minni, sögurnar hans Jessens.“ Með vírana í skrúfunni og ofviðrið á næsta Ieiti „Ef'tir fyrsta veturinn í Vélskólan- um, sumarið 1954, skráðist ég á mitt fyrsta skip, sem var togarinn Jón Baldvinsson, en skipstjóri á honum var þá Karl Magnússon. Um borð í skipinu var fiskimjölsverksmiðja og var ég mjölmaður í fyrstu, en síðan kyndari. Mjölvinnslan fór þannig fram að öllum fiskúrgangnum, slógi, hausum og öðru var mokað niður til okkar þar sem þetta var sett í tætara, síðan í sjóðara og var loks þurrkað, sett í kvörn og þaðan í sekki. Sagt var að þessi vinnsla borgaði löndunina úr togurunum sem voru með mjölvinnslu. En þetta var um það bil að leggjast af á skipunum og þegar við á Jóni Baldvinssyni fórum fyrstu túrana á karfa við Vestur-Grænland var tekið að nota mjöllestina undir aflann. Annars gekk mjölvinnslan hjá okkur betur en á mörgum skipum öðr- um. Þau urðu örlög Jóns Baldvinsson- ar að hann fórst við Reykjanes árið á eftir, en mannbjörg varð sem betur fór. Að loknum öðrum bekk, vorið 1955, fór ég svo á Ingólf Arnarson til Sigurjóns Stefánssonar skipstjóra og var ég þar kyndari og vélstjóri. Vélastjóranáminu lauk ég 1956 og réði mig þá til Bæjarútgerðarinnar og var þar í nokkur ár. Gerðist ég fyrst 2. vélstjóri á Þorsteini Ingólfssyni hjá Þórði Hermannssyni skipstjóra, en varð 1. vélstjóri á Pétri Halldórssyni 1958 hjá Jens Jónssyni. Jens var hins vegar í fríi og skipið undir stjórn Pét- urs Þorbjörnssonar 1. stýrimanns, þegar við lentum í Nýfundna- landsveðrinu í febrúar 1959. Hef ég oft hugsað til þess að við vorum heppnir þá, því sex tímum áður en hann tók að blása vorum við með báða togvírana í skrúfunni og vorum við að bjástra við að losa þá í heila nótt. Tókst það á endanum með því að koma vír undir skipið og aftur fyrir skrúfuna og hífa togvírana inn á dekk. Þar voru þeir höggnir í sundur og að því búnu var sem betur fór allt farið úr skrúfunni. Þá voru endarnir splæstir saman og trollið híft inn. Minnir mig T I |Q| . dw "*V Þarna hleypur Týr af stokkunum íÁrhus 1975.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.