Sjómannadagsblaðið - 01.06.1998, Blaðsíða 123
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
123
Hálfdan Henrysson stýrimaður
I minningu látinna félaga
Á undanförnum áruni hefur
rækilega komið í ljós hversu þyrlur,
útbúnar til björgunarstarfa, eru
ötlug björgunartæki. Hvert björg-
unarafrekið á fætur öðru hefur ver-
ið unnið og ljóst að margir, bæði
sjómenn og aðrir, geta þakkað þess-
um frábæru tækjum björgun sína.
í mörgum tilvikuni hefði ekki með
öðru móti verið hægt að bjarga
fólki. Áhafnir þyrlanna hafa sýnt
stórkostlegan árangur og færni við
björgunarstörf sín. Saga þeirra hef-
ur þó ekki verið áfallalaus hérlend-
is sem annars staðar og Islendingar
þurft að færa miklar fórnir við
notkun þeirra.
Hér á eftir fer stutt frásögn af
björgunarflugi sem farið var við erfið
skilyrði. Þá kom fram hve góð þjálfun
er nauðsynleg, svo og góður búnaður,
við slíkar aðstæður. Ekki hafði á þeim
tíma fengist mikil reynsla af þyrlu-
flugi við slæm ísingarskilyrði, þó að
sjálfsögðu væri ísingarhætta þekkt frá
venjulegum flugvélum og ýmis bún-
aður um borð í þeim til að varna slíku.
Lengi vel var lítill búnaður um borð í
þyrlum til varnar ísingu, þó sem betur
fer hafi á seinni árum verið bætt úr
því að einhverju leyti. Klæðnaður
áhafnar var heldur ekki góður, en
skilningur á notkun góðs búnaðar fór
vaxandi. Lengi framan af voru áhafn-
ir í björgunarflugi aðeins klæddar
venjulegum fötum án sérstaks búnað-
ar eins og nú þykir sjálfsagt og eðli-
legt. íslendingar höfðu haft kynni af
fullkomnum búnaði áhafna björgun-
arflugvéla hjá björgunarsveit varnar-
liðsins, en fjármagn til kaupa á slíkum
búnaði af skornum skammti og skiln-
ingur á nauðsyn hans kannski heldur
ekki jafnvel til staðar. Varnarliðsmenn
höfðu ennfremur fram yfir Islendinga
að hafa í þyrluáhöfnum sínum lækna
eða sérþjálfaða sjúkraliða til að
hlynna að sjúkum og slösuðum. Til-
raunir með slíkt höfðu þó hafist fyrir
allmörgum árum en verið hætt af ein-
hverjum ástæðum. Þáttur Ólafs Ingi-
björnssonar læknis var merkilegt
framtak fullhugans og vonandi verður
því framtaki hans og fleiru gerð verð-
ug skil síðar.
Þann 29. mars 1983 var veður í
Reykjavík hryssingslegt og kalt.
Vindur var allhvass af NA- og gekk á
með dimmum éljum. Upp úr hádegi
bárust þau boð til stjórnstöðvar Land-
helgisgæslunnar frá danska herskip-
inu Fyllu sem statt var í Víkurál djúpt
V-af Bjargtöngum, að skipið hefði
fengið á sig brotsjó, gluggar í brú
hefðu brotnað og einn skipsmaður
skorist illa á augum og nefi vegna
glerbrota úr brúargluggum skipsins.
Tilkynningunni fylgdi veðurlýsing
sem ekki var árennileg til björgunar-
ilugs eins og á stóð, veður NA-9-10
vindstig og snjókoma.
Boðunum var komið til flugmanna
og áhafnar á björgunarþyrlunni, sem
var þá TF-RÁN, nýleg og fullkomin
þyrla af gerðinni Sikorsky S-76. Spi-
rit. Haft var samband við Veðurstof-
una og óskað upplýsinga um veðurút-
lit og horfur. Upplýsingarnar frá Veð-
urstofunni gáfu ekki vonir um batn-
andi veður og flugi frestað þar til ná-
kvæmari upplýsingar um ástand sjúk-
lingsins bærust.
Kl. um 1540 barst ósk frá skipinu
um að þyrla kæmi því til aðstoðar, þar
sem dragast myndi verulega vegna
veðurs að koma sjúklingnum undir
læknishendur. Óttast var að sjón