Sjómannadagsblaðið - 01.06.1998, Blaðsíða 134
134
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
Bjargey Pétursdóttir, Sojfía kona Jóhanns og Daníel Sigmundsson.
börn, fimmtán til sautján ára gömul;
öll úr fátækrahverfum borgarinnar.
Þau komu nú öll holdvot austan úr
Barðsvík eftir fimm stunda göngu í
bölvuðu suddaveðri. Hjúin spurðu
hvort þau mættu tjalda nálægt húsinu.
Tjalda? hváði ég undrandi. Tjalda?
Bara inn með hópinn. Inn.
Kjallari hússins var eins og allt
þarna hreinn og heitur og þar var stur-
ta. Hópurinn var drifinn þangað,
börnin öll úr fötum sínum og svo í
notalegt bað úr sturtunni. Á meðan
tíndum við hjónin saman hrein og góð
föt af mismunandi stærðum, er þau
svo klæddust; síðan að eins rausnar-
legu matborði og kostur var á. Mikið
hlógu þau að hvert öðru í þessum mis-
stóru og mislitu flfkum er þau voru í.
Hress og kát kröfðust þau þess að fá
að þvo upp eftir borðhaldið og gera
hvaðeina annað er þyrfti að gera og
þau gætu gert. Svo sannarlega var
þetta yndislegur hópur og fögnuður
okkar hjóna ekki síðri yfir því að geta
veitt allt er frekast þurfti með. Ennþá
hefst ég allur af gleði er ég minnist
þessa.
Um kvöldið var svo gengið frá
öllu, er þurfti með undir svefninn, því
nóg var af sængurfatnaði og teppum.
Morguninn eftir kvað svo allt við af
glaðværu skvaldri meðan þau klæddu
sig í þurr og hrein föt, er látin höfðu
verið í þvottavél um kvöldið og
þurrkuð. Konan mín útbjó svo veislu-
mat með aðstoð stúlkna, er voru þarna
í meirihluta og vildu ólmar sýna
snilli sína við matargerð og leggja á
borð. Hvílík umsvif og hjálpsemi og
óþvinguð barnsleg gleði. Þegar svo
hópurinn kvaddi hress og kátur,
kröfðust börnin þess hvert af öðru að
fá að kyssa okkur með þakklæti fyrir
allt og allt. Lítið vorum við glöð þeg-
ar við sáum hópinn hverfa yfir í Horn-
víkina.
Mánuði síðar eða svo kom svo
sending frá Edinborg. í pakkanum
voru tvær fáséðar bækur af ferðum
enskra manna um Island, svo og
myndir af öllu ferðalagi kennaranna
með börnin um Hornstrandir, ásamt
mynd af okkur hjónunum á tröppum
hússins, er konan tók rétt áður en þau
fóru; einnig frá kennurunum strangt
tiltekið heimboð til Edinborgar, þegar
við gætum komið því við. Kórónan á
þetta allt voru svo tvö handskrifuð
blöð með þakkarkvæði, ort af ein-
hverju barnanna, og undirskrift þeirra
allra. Það var dýrgripur.“
Gestum fjölgar
„Ég held að ég hafi verið frernur
ósínkur að eðlisfari og ávallt talið mig
aflögufæran meðan ég átti eitthvað til.
Þegar ég fór á vitann taldi ég óhjá-
kvæmilegt að kaupa eitthvað er kæmi
sér vel ef leysa þyrfti smærri vanda-
mál einhverra er kæmu við á vitanum
á ferð sinni um Strandir. Ég keypti því
tvær neftóbaksdósir — notaði það
aldrei sjálfur — fleiri pör af sokkum
og strigagönguskóm af misjafnri
stærð, sængur og sængurfatnað, vasa-
hnífa ofl. Búrið, sextán fermetrar, var
fullt af ýmiskonar matvælum, er
þoldu geymslu. Tvær voru frystikist-
urnar og stór frystiklefi, allt fullt af
mat og sífellt bætt við ef eitthvað
vantaði. Það er ekki fleipur þótt ég
segi að í því nær hvert sinn er menn af
varðskipunum komu með varning að
vetri til, þá átti ég koníaksflösku.
Sestir við eldhúsborð hellti ég ávallt í
staup fyrir þá. Lét svo tappa í flösk-
una og lét hana standa á borðinu hjá
þeim. Sjálfur tók ég mér stundum
staup í kunningjahópi, en aldrei var
ég háður víni. Væri ég spurður hvort
ég drykki ekki, var svar mitt ávallt
það sama: að ég væri að eðlisfari svo
fullur að ég þyrfti aldrei að bæta á
mig víni.
Þegar ég kom á vitann var að kom-
ast í móð að ferðast um Strandir.
Fyrstu gestir á vorin voru breskir,
fimm til sex með fararstjóra, konur og
karlar. Það voru einhverjir háttvísustu
ferðamenn er komu til okkar. Fyrstu
árin var koma gesta sextíu til hundrað
en síðustu árin tvö til fjögur hundruð.
Ávallt var tekið á móti öllum með
sama ánægjulega hugarfarinu, öllum
veittur matur og drykkur og þá nætur-
gisting ef með þurfti. Aldrei var hug-
leidd gjaldtaka önnur en sú er fólst í
þeim huglægu gildum að láta öllum
finnast þeir velkomnir og veita af
þeirri gleði og rausn er var manni til
sóma. Yfirleitt gerði ég aldrei neitt
nema ég væri ánægður með það sjálf-
ur, hvað sem aðrir sögðu.
En tæplega hef ég búið til þessa
áráttu til greiðasemi í sjálfan mig: ætli
hún sé ekki arfur fyrst og fremst frá
móður minni og hennar föðurætt, án
þess ég sé að gefa til kynna að faðir
minn hafi verið sínkur, hvað ekki var
til í fari hans. í tengslum við þetta er
gaman að geta spurningar eins blaða-
mannsins um hvort það kostuðu mig
ekki of mikið allar veitingar fyrir
kannski þrjú til Ijögur þúsund manns
yfir tímabilið. Ég svaraði því einu að
það kostaði mig meira að gera það