Sjómannadagsblaðið - 01.06.1998, Side 116
116
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
Góð tilfinning að halda heim í vissu
um að öryggi sæfarenda sé tryggt
Rætt við Tómas P. Sigurðsson forstöðumann Rekstrarsviðs Siglingastofnunar sem
starfað hefur hjá Vita- og hafnarmálastofnun í 54 ár
Fyrir 54 árum h«f Tomas Þ. Sigurðsson störf hjá Vita- og hafnarniála-
stofnun, |iá aðeins tólf ára gamall. Þar starfar hann enn og munu ekki
niargir geta státað af jafn löngum starfsaldri á sama vinnustað. Hann er
nú forstöðumaður Rekstrarsviðs Siglingastofnunar Islands, en þann 1.
október 1996 voru stofnanirnar sameinaðar og eru nú undir sama þaki að
Vesturvör 2 í Kópavogi. Sem vænta má eru þær breytingar miklar sem
Tómas hefur orðið vitni að á þessum langa tíma og í því spjalli sem hér fer
á eftir skýrir hann frá ýmsum þeirra. Hann rifjar hér upp ferðir í af-
skekkta vita fyrr á áruni sem ýmist tengdust byggingum vita eða viðhaldi
á þeim og segir jafnframt frá þeirri nútíma tækni sem komin er til sögunn-
ar — nýja staðsetningarkerfinu og veðurathuganakerfinu, sem hann og
menn hans hafa umsjón með og sífellt gerist stærra og fullkomnara. Þá er
hér litið til upphafs vitavæðingar á íslandi og við fræðumst um undra hug-
vitssamlegan og margbrotinn búnað vitanna fyrrum, þótt sá búnaður
krefðist mikillar umönnunar. Nú eru vitarnir orðnir að mestu sjálfvirkir
og vinnan við þá svipur hjá sjón á við það sem var. En hér liggur merk saga
að baki sem sannarlega er vert að kynnast.
„Ég er fæddur á Sauðárkróki þann
29. apríl árið 1932 og voru foreldrar
mínir bæði Skagfirðingar, en þau voru
Sigurður Pétursson verkstjóri og Mar-
grét Björnsdóttir,“ segir Tómas Sig-
urðsson. „Faðir minn vann lengi við
vegagerð og hafnir, en hóf störf hjá
Vitamálastofnun við byggingar á vit-
um nokkru fyrir 1930 og var það hans
aðalatvinna þar til hann lést árið
1958. A ferli sínum byggði hann 57
vita og þar á meðal alla skerjavitana.
Það var einmitt hjá föður mínum sem
ég hóf sjálfur störf hjá Vitamálastofn-
un vorið 1944, þegar ég var aðeins 12
ára, og var fyrsti vitinn sem ég vann
við nýi Garðskagavitinn. Ég vann svo
undir stjórn föður míns við vitabygg-
ingar á sumrum til sautján eða átján
ára aldurs.
Aðstæður við þessa vinnu voru
mjög erfiðar í þá daga, því þeir staðir
þar sem vitarnir risu voru fæstir í
vegasambandi. Við höfðum þá vita-
skipið Hermóð til umráða og á honum
var byggingarefnið fiutt svo nærri
byggingarstæðinu sem unnt var. Þá
Tómas Sigurðsson: „Ég dreg ekki dul
ú að mér hefur reynst þetta starffjöl-
þœtt og áhugavert." (Ljósm.:
Sjómdbl. AM)
var það fiutt á trébátum til lands, sem
iðulega var enginn leikur vegna öldu-
gangs við skerin, auk þess sem bát-
arnir voru það þungir að vandi var að
koma þeim upp í fjöruna. Ur bátunum
urðu menn svo að bera efnið, sement,
sand og grjót, á sjálfum sér síðasta
spölinn. Steypan var öll hrærð á
höndum og síðan hífð upp í fötum
þegar vitinn hækkaði. Þegar byggt var
á skerjum var byrjað á að reka saman
einhvern timburpall, tjaldað yfir hann
og legið þar við meðan á byggingunni
stóð, kannski í tvo til þrjá mánuði. En
þó voru það ótrúleg afköst sem hægt
var að ná með þessum hætti, enda
voru það þrekmiklir menn sem gáfu
sig í þetta. Til dæmis tók ekki nema
um þrjá mánuði að byggja Garð-
skagavitann sem er 26 metra hár. Ég
kem að honum nokkrum sinnum á ári
og þá vakna margar gamlar minning-
ar til lífsins. Til dæmis ætluðum við
sem að byggingunni unnum að fara á
lýðveldishátíðina 17. júní 1944. Við
vorum búnir að tryggja okkur boddý-
bíl til fararinnar, en vegna rigningar-
innar og örtraðarinnar á Þingvalla-
veginum varð ekki úr neinu, svo við
fögnuðum hátíðinni bara á okkar hátt
suður á Garðskaga.“
Oft lenda menn í sjónum eða í
öðru volki
„Það átti svo að fara að það teygð-
ist úr starfstíma mínum hjá Vitamála-
stofnun og hef ég nú verið í þessu
starfi í 54 ár. Sautján eða átján ára
gamall hóf ég vélsmíðanám hjá stofn-
uninni og var námið sérhæft að þvi
leyti að megináhersla var lögð á þann
búnað sem þörf er á vegna vitanna.
Kennari minn var Friðrik Teitsson,
mikill völundur og góður smiður.