Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1998, Blaðsíða 59

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1998, Blaðsíða 59
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 59 var nokkuð gott bókasafn í Brunna- staðaskólanum. Það sótti ég talsvert og man að ég las meðal annars sitt- hvað eftir Gest, Einar H. Kvaran og fleiri sem barn. Við bræðurnir fengum snemma að kynnast sjónum, því við vorum ekki gamlir þegar við fengum að fljóta með á árabát út í þarann sem kallað var. Pabbi var enda sjómaður alla ævidaga sína, þótt svolítill búskapur væri að vísu stundaður heima. Fram- an af reri hann á árabátum frá Vatns- leysu en eignaðist síðar tólf tonna bát sem hann gerði út í nokkur ár en missti. Eftir það eignaðist hann minni bát, en endalok hans urðu þau að hann rak upp í óveðri og brotnaði. Þá fór hann út í trilluútgerð og reri að heim- an í nokkrar vertíðir. En frá sumrinu 1930 var hann með ýmsa mótorbáta allt fram á stríðsárin, og síðan endaði hann sína sjómennsku sem háseti og bræðslumaður á togurum í upp undir tuttugu ár.“ Tólf hásetar með full réttindi „Ég byrjaði að sækja sjó frá Reykjavík 1936 á fimmtán lesta bát sem hét Fram, en faðir minn var með þennan bát, og veiddum við síld í rek- net. En við þetta var ég þó aðeins í eitt sumar og byrjaði á togara á vetrarver- tíðinni 1937, þá sextán ára. Þetta var togarinn Otur frá Reykjavík og veidd- um við í salt. Skipstjórinn var Nikulás Jónsson. Ekki voru þetta langar ver- tíðir, aðeins rúmur mánuður eða svo. Áhafnir voru sem kunnugt er fjöl- mennar á saltfiskfiskiríi í þá daga og minnir mig að við höfum verið 33-34 á. Enda var þetta hörkuvinna og þörf fyrir margar hendur. Um sumarið fór ég svo á síldveiðar á sama skipi og þá vorum við með snurpunót l'yrir Norð- urlandi. Vertíðina 1938 var ég svo á togar- anum Ólafi og enn á síldveiðum um sumarið. Um haustið fórst Ólafur meðan hann var að veiðum fyrir Vest- fjörðum, var að fiska í ís fyrir Þýska- landsmarkað. Meginástæða þess að ég var ekki um borð var sú helst að ég fékk ekki plássið lengur vegna æsku, en mikið var slegist um að komast í togarapláss á þessum árum og á ís- tiskiríi voru miklu færri á. Gunnar Auðunsson: “Fyrir eifiðum túrum dreymdi mig að ég vœri að fiska á grunnsœvi...” (Ljósm.: Sjómdbl. AM) Eina vertíð var ég á Kára, lfklega 1939 og um vorið það ár fór ég einn túr á Max Pemberton. Það segir sitt um hvflíkt framboð var á reyndum sjómönnum að um borð í Max Pem- berton voru tólf hásetanna með ýmist farmanna- eða fiskimannapróf, höfðu semsé rétt til skipstjórnar á togara en urðu að gera sér hásetapláss að góðu. En þarna var kreppan líka í algleym- ingi.“ Þannig var „áfallah jálpin“ þá „Ég var á Jóni Ólafssyni 1939- 1940 og haustið 1940 var ég kominn yl'ir á Vörð frá Patreksfirði. Á honum var ég í um það bil eitt ár. Þá var stríð- ið hafið. Frá þessu ári mínu á Verði er mér það hvað minnisstæðast þegar ofsaveður gerði snemma árs 1941, sem meðal annars varð til þess að tvö skip rak upp í Rauðarárvíkina við Skúlagötu. Þá björguðum við báti úti í Jökuldýpi sem fengið hafði línuna í skrúfuna. Við vorunt rétt búnir að koma línu yl'ir í bátinn þegar mikill brotsjór skall á okkur svo að skipið lagðist á hliðina og sjór rann niður í lúkarinn. Kojuraðirnar í lúkarnum voru á þremur hæðum og er ekki að orðlengja það að mennirnir sem í neðri kojunum voru flutu út úr þeim. Þar varð ég í fyrsta og sem betur fer eina sinnið vitni að því hvernig menn bregðast við þegar þeir halda að skip- ið sé að fara niður. Það var skelfileg reynsla. En skipið rétti sig fljótt og við náðum að bjarga bátnum, drógum hann undir Jökul, þar sem skorið var úr skrúfunni í landvari. Mennirnir voru um borð allan tímann. Á sömu slóðum var Gullfoss, einn af minni togurunum, og fórst hann þarna þessa sömu nótt. Á Verði töldu menn sig hafa séð Gullfoss nokkru áður. En þetta voru tímar mikilla áfalla bæði af völdum veðra og styrjaldarátakanna og nokkru eftir að við lentum í þessu veðri fundum við fleka al' Reykja- borginni sem skotin hafði verið niður skömmu áður. Flekinn var allur sund- urskotinn og maraði í hálfu kafi. Um tíma var kokkur hjá okkur Sverrir Torfason, sem hafði verið á Fróða þegar hann varð fyrir árásinni. Hann kom um borð aðeins nokkrum dögum eftir þessar skelfingar sem af- leysingamaður — áfallahjálpin var nú ekki meiri en það þá. Við héldum til veiða á Halanum, sem þá var nýlega búið að lýsa bannsvæði vegna tundur- duflalagna. Fyrir ekki löngu sagði Sverrir mér þá sögu að í þeim túr hefði hann eitt sinn gengið út að lunn- ingunni til þess að hella úr ruslafötu. Sá hann þá tundurdufl fljóta aftur með, rétt við skipssíðuna. Hann tók sprettinn upp í brú og sagði skipstjóra frá þessu. En skipstjóri brást hinn ró- legasti við og sagði: „Ja, það er nefni- lega það. Ég var annað að gera og tók bara ekkert eftir þessu!“ Nei, áfalla- hjálpin í þá daga var ekki meiri, en nærri má geta hvernig Sverri hefur orðið við.“ Stríðstímar „Haustið 1942 fór ég í Stýrimanna- skólann og lauk meira fiskimanna- prófinu vorið 1944. En á milli þess sem ég var í skólanum var ég háseti á Arinbirni hersi og síðar á Skutli. Ég var með sama skipstjóra, Karli Jóns- syni, á báðum þessum skipum. Fylgdi ég Karli milli skipa eftir að Oskar Halldórsson keypti Arinbjörn hersi, enda var Karl mikill prýðismaður. Við
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.