Sjómannadagsblaðið - 01.06.1998, Qupperneq 71
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
71
/ kirkjugarðinum í Ploubazlanec er að finna „minningarvegginn “ sem á eru
festir skildir með nöfnum sjómanna sem týndust við strönd hins fjarlœga ís-
lands. (Ljósm.: Gitðjón Ármann Eyjólfsson)
Pompól eru lil mörg nöfn sem minna
á forna frægð Islandsferðanna, eins
og íslendingabryggja, íslendingagata
og íslendingakrá og í Fort Mardyck
eru götunöfn íslensk (rue = gata) og
heita t.d. rue Faskrudsfjördur, ruelle
Reikjavik og ruelle Budir.
Skipin voru við veiðar við suður-
og suðausturströndina yfir vetrarver-
tíðina. Skip frá Dunkerque og Gra-
velines héldu sig mest við suðvestur-
ströndina og Vestmannaeyjar, en skip-
in frá Pompól voru mest út af Aust-
fjörðum. Flandrarar söltuðu fiskinn í
tunnur, en Bretónar frá Pompól í lest-
ina og umsöltuðu. I maí komu sérstök
flutninga- og birgðaskip og tóku fisk
frá skútunum, en þær fluttu sig með
þorskgöngunni á miðin út af Vest-
fjörðum.
Hækistöðvar
Það fór ekki hjá því að mikil við-
skipti væru við frönsku fiskimennina
og komu þeir sér upp bækistöðvum.
Á Austfjörðum var aðalbækistöð þeir-
ra á Fáskrúðsfirði, en á Vestfjörðum f
Haukadal í Dýrafirði, einnig voru þeir
mikið á Patreksfirði og reyndar víðar
um landið. Skipin komu að sjálfsögðu
oft inn til Reykjavíkur og Vestmanna-
eyja.
Á Fáskrúðsfirði, í Vestmannaeyj-
um og í Reykjavík reistu Frakkar
sjúkrahús skömmu eftir aldamótin. Á
Fáskrúðsfirði 1903, sjúkrahús með 17
rúmum og í Reykjavík 1902 (síðar
gagnfræðaskóli og tónlistarskóli við
Lindargötu) með 20 sjúkrarúmum og
í Vestmannaeyjum árið 1906. Franski
spítalinn í Vestmannaeyjum, eins og
hann var alltaf kallaður, hafði 9
sjúkrarúm og var þar eina sjúkrahúsið
til 1928 og með 22 sjúkrarúm þegar
flest var. Sjúkrahúsin voru mjög vel
búin og þar voru franskir læknar og
hjúkrunarfólk ásamt íslenskum lækn-
um. Bæði íbúar viðkomandi staða og
aðrir erlendir sjómenn, enskir, þýskir,
færeyskir, sem voru hér hundruðum
saman á þessum árum, nutu góðs af
þessari þjónustu og framtaki Frakk-
anna. Auk þess voru hér á miðunum
frönsk spítala- og hjálparskip sem
voru rekin af líknarfélaginu L'Oeuvr-
es de Mer og er þekktast Sankti Páll,
sem strandaði austur á söndum
Skaftafellssýslu og sér þess enn víða
vott í vönduðum húsavið þar eystra
og á Byggðasafninu í Skógum.
Erfitt líf
Þó að útgerðarmenn hefðu drjúgar
tekjur af Islandsveiðunum, sem
hleyptu nýjum krafti í þær borgir og
héruð þaðan sem skipin komu, var
þetta ekkert sældarlíf hjá sjómönnun-
um. Þrotlaus vinna eftir að komið var
á miðin og útivistir miklar, sjö mán-
uði að heiman frá konu og börnum án
nokkurs sambands utan stopulla
bréfaskrifta. Mannskapinn hrjáði
bæði vosbúð og alkóhólismi. Áfengi
var veitt um borð á hverjum degi, eins
og siður var hjá bæði Bretum og
Frökkum á þessum tfma og fór ótæpi-
leg áfengisneysla illa með marga.
Hreinlætisaðstaða var í lágmarki um
borð en þegar komið var að landi á ís-
lenskum fjörðum þvoðu frönsku sjó-
„Lestarstrákarnir “ (Les Souillés de Fond de Cale)frá Pompól, sem heimsœkja
munu Island í byrjun júní og skemmta á Sjómannadaginn með söng sínum.