Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1923, Page 32

Eimreiðin - 01.04.1923, Page 32
160 NORSK ÞJÓÐERNISBARÁTTA eimreiðiN landsmáli í síðustu tíð má nefna Peer Sivle, Anders Hovden, Lars Eskeland o. fl. Enn þá hefir þó andstöðuflokkurinn fleiri bestu rithöfundana. — I málvísindum hafa þeir Hans Ross, Alf Torp og Marius Hægstad haldið áfram starfi Aasens. Á síðari árum hefir málstríðið oftast farið hljóðlátlegar fram ■en í byrjun, þegar norsku málstefnurnar voru fyrst að ly^3 gunnfánanum. Það hefir mest verið smáskærur um einstakar kirkjur og skóla, og þótt það hafi líka stundum verið háð fyrir alþjóð, hefir varla verið sem fyr, að flokkarnir hafi boðið út öllu einvalaliði sínu. Svo má heita, að á seinni árum hafi sóknin verið nær því alt af af hendi landsmálsmanna. Þó hóf hinn flokkurinn gagnsókn allharða haustið 1908, og tókst þa eð hnekkja nokkuð íramsókn landsmálsins í bráð. Björnstjerne Björnson fór þá herferðir um landið gegn landsmálinu og gekk berserksgang eins og ætíð, er honum var mikið í hug- »Eg og Ibsen«, sagði hann við landsmálsmenn, »höfum gefið ykkur bókmentir á þessu máli (þ. e. ríkismálinu), og þið skuluð sannarlega fá að kenna á því«. Á því er heldur enginn efi. að nú standa framsókn landsmálsins mest í vegi bókmentir þær, er þjóðin hefir eignast á dönsku og ríkismáli, því það er meiri hluti bestu bókmentanna. — Til þess að hverfa alveg til síns þjóðlega máls, verður þjóðin að ganga á snið glæsilegasta þátt þroskasögu sinnar. Hingaðtil hefir aðallega verið litið á þjóðernisbaráttuna norsku, sem stríð við andstæða stefnu, og einkum upptök og fram- sókn landsmálsins gegn dönskunni og ríkismálinu. En að síð- ustu skal lauslega sýnt, að innan þessara andstæðu stefna hafa líka barist ólík öfL Því hefir hvorug stefnan haldist óbreytt, heldur hafa þær dregist eigi alllítið hvor að annari. Ef til vill er sú breytingin mest, að danskan í Noregi er orðin að norsku ríkismáli, sem nú má skoða sem norskt borgamál, en eigi dönsku. Þessi breyting hefir orðið smátt og smátt, og er baráttan við landsmálið vafalaust mjög orsök til þess. Sú stefna, er hófst í málstríðinu með Ivar Aasen, uar svo róttæk, mál hans var fjarlægara því máli, er málstríðs- menn á undan honum vildu hefja, en það mál dönskunni-

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.