Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1923, Page 52

Eimreiðin - 01.04.1923, Page 52
180 SAKRAMENT ÉIMREIÐIN kona*. Ýmislegt fleira sagði eg, en fann um leið, hversu lítill eg var og ómyndugur allra þeirra orða. Því, satt að segja. hugsaði eg Iítið um andlega velferð mína og annara hvers- dagslega, og hafði aldrei búist við því, að verða sálusorgari deyjandi, trúaðrar konu. En alvara þessarar stundar gagntók mig algerlega. »Sakramentið, sakramentið*, stundi hún stöðugt. Og eg sá, að hún var í dauðanum. Og þá kom atvikið fyrir, sem varð til þess, að eg segi þér nú þessa sögu. Eg hreyfði mig eitthvað, rétti mig upp, eða beygði mið niður. Þá gutlaði í portvínsglasinu í vasa mínum. Þú mátt reikna mér það til syndar, ef þér sýnist svo. Eð ásaka þig ekki fyrir það. Hugsunin greip mig þegar. Eg hrökk við, þegar hún greip mig, eins og rafmagnsstraumur hefði farið í gegnum mig. En í framhaldi af henni beit eg á jaxlinn og dró pelann upp úr vasa mínum. Eg veit það, að aldrei getur nokkur maður séð meiri svip- brigði en þau sem eg sá á andliti gömlu, deyjandi konunnar á Heiðarbæ, þegar hún sá mig halda á vasapela læknisins á Sóleyri frammi fyrir sér. Það breyttist eins og himininn breytist þegar sólin rýfur dimm ský og dreifir þeim. í stað dýpstu örvæntingar og vonleysis, sem áður hvíldu á þeim eins og skuggi, ljómaði það nú af innilegri eftirvæntingu og ró. Og hún þokaði skjálfandi höndunum saman á brjóstinu og spenti greipar. — Varir hennar bærðust í þögulli bæn. — Augun voru lokuð. Hvílíkur friður! Eg var enn í efa. Það var ekki furða, því eg er enn í efa. Eg vissi alls ekki hvað var rétt og hvað var rangt, hvort syndin í þetta sinn faldi sig í sannleikanum eða svikunum- Eg veit það ekki enn þá. En eg held samt að enginn aer- legur maður hefði getað gert annað í mínum sporum. Eg hóf athöfnina. Hver taug í líkama núnum titraði. Eg fann að eg var að fremja hræðileg svik, en var það glæpur? í þessu lífi þurftu svikin aldrei að komast upp — en ef — ef annað líf vaeri nú til eftir þetta, hver var þá hegningin við þessum svikum?

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.