Eimreiðin - 01.07.1927, Síða 23
eimreiðin
TRÚIN Á JESÚM KRIST, GUÐSSON
215
dómstímabilinu var efalaust látið felast í því, >að konungur
framtíðarríkisins væri ástmögur Guðs, elskaður af Guði«.
I frumkristninni litu menn svo á, að Sálm. 2 væri eins
konar spádómur um Messías. Sá sálmur varð því tilefni til
þess, að menn væntu þess, að Messías mundi eigi aðeins
verða kallaður sonur Guðs, heldur og vera það í raun og
sannleika. Frá þeim sálmi er guðssonar-heitið í Nýja testa-
mentinu fyrst og fremst runnið. Ef Jesús var Messías, þá
mátti og nefna hann guðs-son; þá bar honum það heiti. Með
þetta í huga verða oss næsta skiljanleg ummælin í Jóhannesar-
guðspjalli, þar sem sagt er frá því, hvernig Jesús hitti hina
fyrstu lærisveina. Andrés segir við Símon Pétur bróður sinn;
»Við höfum fundið Messías (það er útlagt: Smurður)*. En
Filippus segir við Natanael, er hann finnur hann: »Vér höf-
um fundið þann, sem Móses hefur ritað um í lögmálinu og
spámennirnir, Jesúm Jósefsson frá Nazaret«. Og er hann
hefur leitt hann lil Jesú og þeir hafa talast við um stund,
segir Natanael við Jesúm: »Rabbí, þú ert guðs-sonurinn, þú
ert Israels konungur«. Með þessu lætur hann uppi þá sann-
færing sína, að Jesús sé hinn fyrirheitni Messías, konungur
framtíðarríkisins, guðs-sonurinn. Og vert er að veita því at-
hygli, að um leið og sá guðspjallamaðurinn, sem venjulegast
er talinn halda guðdómi Krists fastast fram, segir frá því, að
lærisveinn ber fyrsta sinn fram játning sína um trú á Jesúm
sem guðs-son, þá nefnir guðspjallamaðurinn hann »Jesúm
Jósefsson frá Nazaret«. í augum þess guðspjallamanns var því
vel hægt að trúa því, að Jesús væri »guðssonur«, þótt hann
væri Jósefsson.
Þegar nú höfundar N. tm.-ritanna tóku að nota þetta tignar-
heiti um Jesúm, lögðu þeir engan veginn allir algerlega sömu
merkingu í það. Hver sá, er hafa vill fyrir því að kynna sér
ritsafn N. tm. til hlítar, getur gengið úr skugga um, að orðið
guðs-sonur er notað þar í ferns konar merkingu. Stafar mis-
munurinn aðallega af því, að rithöfundarnir líta ekki sömu
augum á það, hve nær Jesús hafi orðið Messías eða guðs-
sonur. Skulum vér nú athuga þetta nokkuð nánara.
1. Mjög einkennilegur og ef til vill elztur er sá skilningur-
'nn, sem kemur fram í sumum ræðum Postulasögunnar. Vér