Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1927, Síða 24

Eimreiðin - 01.07.1927, Síða 24
216 TRÚIN Á JESÚM KRIST, GUÐSSON eimreidin skulum taka tvö dæmi, sitt frá hvorum portula. Hið fyrra er í ræðu Péturs, þeirri er hann er sagður að hafa flutt hinn fyrsta mikla hvítasunnudag kristninnar. Þar notar hann hin al- þektu orð úr 110. sálmi Gl.tm. »Set þig mér til hægri handar* um upprisu ]esú og upphafning og ber því næst fram þessa játn- ing: »Með óbrigðanlegri vissu viti þá alt Israels hús, að Guð hefur gert hann bæði að drotni og að Kristi, þennan Jesúm, sem þér krossfestuð® (Post. 2, 34. 36.). Síðara dæmið er í ræðu Páls í samkunduhúsinu í Antíokkíu í Pisidíu. Þar talar hann um, að Guð hafi látið fyrirheitið rætast, er hann upp- reisti Jesúm, eins og ritað sé í öðrum sálminum: »Þú ert sonur minn, í dag hef ég getið þig«. Hið sameiginlega við bæði þessi ummæli aðalpostulanna er sú hugsun, að Jesús sé fyrst við upprisuna frá daudum hafinn til guðlegrar tignar og valds; þá fyrst verði hann Messías eða guðs-sonur. Hið mikla undur upprisunnar og upphafningin til Guðs hægri handar og þar með þátttaka í stjórn heimsins er úrslita-atburðurinn. Þá fyrst varð Messíasar-tign ]esú og Messíasar-valdið að veru- leik, og þá fyrst kom það í ljós, hvað það var að vera guðs- sonurinn. Samkvæmt þeim hugsunarhætti var ]esús eiginlega ekki Messías eða guðs-sonur, meðan hann dvaldist hér á jörð, að eins útvalinn til að verða það. I augum frumsafnaðanna var ]esús hér á jörð »spámaður, máttugur í verki og orði« (Lúk. 24, 19), maður, sem Guð hafði búið sérstökum hæfileikum til að gera kraftaverk, undur og tákn (sjá Post. 2, 22). Það er ekki fyr en við upprisuná frá dauðum, að hann er »kröft- uglega auglýstur að vera sonur Guðs«, eins og Páll orðar það í Róm. 1, 4. Þessi forna skoðun er talin mjög mikilvæg að því leyti, að hún sýnir oss, að það lá engan veginn nærri fyrir frumsöfnuð kristinna manna að »yfirfæra hið háa nafn á jarðneskt líf sögulegrar persónu*1) En það var ekki við því að búast, að hugsandi menn í frumkristninni létu þarna stað- ar numið, enda sýna guðspjöllin oss, að svo var eigi. 2. Næsta skrefið var þetta: Úr því að Guð hafði hafið ]esúm til Messíasar-tignar og auglýst hann guðs-son, þá gat sú ákvörðun ekki hafa verið gerð fyrst við upprisu hans frá 1) Sbr. Johannes Weiss: Skýring Markúsarguðspjalls.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.