Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1927, Side 34

Eimreiðin - 01.07.1927, Side 34
226 TRÚIN Á JESÚM KRIST, GUÐSSON eimreidiN runnu þær einmitt saman. Til þess að hinn guðdómlegi and- inn, hin himneska veran, saurgaðist ekki af líkamanum, héldu menn að sá líkami hlyti að hafa verið orðinn til með yfir- náttúrlegum hætti. Eg má ekki eyða tíma í að útskýra þetta frekara. Það yrði of langt mál. Menn hafa réttilega bent á, að meyjarfæðingin (svo er þessi kenning oftast nefnd) sanni bæði of mikið og of lítið. Jesús sé ekki sannur maður, ef hann eigi ekki jarð- neskan föður, og hins vegar sé tryggingin eigi nægileg, því að hið synduga eða óhreina í líkamseðli mannanna hefði get- að náð til hans frá móðurinni. Og margir telja þessa kenning einmitt varhugaverða frá þessari hlið. Hún virðist runnin frá þeirri skoðun, að kynferðissambandið milli manns og konu og barngetnaðurinn sé sérstaklega háð syndugleika, og fyrir því hafi þessi kenning átt sinn þátt í því að varpa óhreinleikablæ og syndugleika á þann reit mannlífsins, sem í raun réttri er helgastur allra og jafnvel þeir vísindamenn og Iæknar, sem litlir trúmenn eru taldir, tala um með djúpsettastri lotning. Einn af samkennurum mínum sagði eitt sinn við mig: »Ef orð biblíunnar »Drag skó þína af fótum þér, því að það er heil- agur staður, sem þú stendur á«, eiga nokkurstaðar við, þá er það frammi fyrir fósturfræðinni«. Hann er læknir og kennir meðal annars þá fræðigrein. I augum nútíðarmanna er sérhver barnsfæðing undursamleg og lögmálin blátt áfram dásamleg, sem ráða þróun fóstursins. Þurfti Guð að rjúfa þau lög til þess að geta látið ]esúm fæð- ast inn í mannheiminn? Jesús sýnist ekki verða neitt dásam- legri í augum vorum fyrir það. Þeir tímar eru liðnir, er menn töldu sérhverja opinberun Guðs vera yfirnáttúrlega eða brot á lögum náttúrunnar. Nú skilst oss, að Guð opinberi sig > náttúrunni og hvergi greinilegar en í mannlífinu og æfinlega í samræmi við lögmál þau, er hann hefur sett tilverunni af vísdómi sínum. Þótt ég sé sammála þeim biblíufræðingum, er telja langsenni- legast, að hin eiginlega hugmynd um yfirnáttúrlegan getnað sé komin frá grískum goðsögnum (ekki sízt eins og henni er haldið fram hjá Matteusi), og að höfundar N. tm. muni hafa talið Jesúm vera Jósefsson, þá hef ég aldrei verið þeirr-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.